Byggja yfir helstu iðkun, knattspyrnu, golf – grófari útiíþróttir. Staðsetning: Fyrir neðan Suðurlandsbraut.
Vetrarríki dregur úr iðkun. Viljum fá fleiri börn í íþróttir. Íþróttir eru forvörn.
Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu. Í ljós kom að hún samræmist ekki skipulagsáætlunum á svæðinu og sprengir þar að auki fjárhagsrammann. Hugmyndin krefst ákveðinnar stefnumótunar, sem og kynningar og samráðsferlis - ætti hún að verða að veruleika. Faghópurinn mun hins vegar mælast til þess að við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar verði þessari hugmynd vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation