Kynhlutlaus skráning stúdenta

Kynhlutlaus skráning stúdenta

HÍ þarf að vera tilbúið að taka við kynhlutlausum skráningum stúdenta þegar slíkt dettur inn í Þjóðskrá á næstu mánuðum. Þjóðskrá hefur innan við 18 mánuði til þess að koma því í farveg og því nægur tími fyrir HÍ að samstilla sína skráningu. Enn stærra skref væri að koma inn kynskráningu óháð Þjóðskrá, líkt og nafnabreyting trans nemenda, á meðan unnið er að þeirra kerfisbreytingu.

Points

Háskóli Íslands var til fyrirmyndar þegar það kom í gegn að nemendur máttu breyta kyn og nafnaskráningu í Uglu á eigin forsendum. Það er mikilvægt að HÍ handi áfram að vera til fyrirmyndar og geri kynlausa skráningu að veruleika fyrir stúdenta og starfsfólk skólans.

Fjölbreyttari kynskráning stúdenta hefur lengi verið rædd en lítið hefur gerst í þeim málum. Nú hefur kynhlutlaus skráning verið fest í lög með samþykki laga um kynrænt sjálfræði og því þarf kerfi HÍ að vera tilbúið að taka við fjölbreyttari kynskráningu þegar að því kemur svo að trans stúdentar þurfi ekki að bíða enn lengur eftir að kynskráning þeirra detti inn á öðrum stöðum en Þjóðskrá.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information