Túnið bak við Vesturbæjarlaug er stórt og gott. Þar er gott samfélag hunda og manna sem hittast oft þar. Fá hvuttar að hlaupa lausir um en það er bannað, samkvæmt reglugerðum borgarinnar. Þarna mætti með auðveldum hætti girða af góðan skika og búa til alvöru hundagerði eins og í Mosfellsbæ.
ef af þessu verður þá þarf að athuga að þarna eru brekkur sem eru notaðar til að renna sér á sjóþotum á veturnar - þannig að girðingin má ekki vera það stór að það sé erfitt að renna sér niður. Þá daga sem ég hef verið þarna eru mun fleiri börn að renna sér (þá sérstaklega um helgar) heldur en hundar.
Var að setja inn sömu hugmynd, þetta er vinsælt svæði hjá hundaeigendum og það þarf að takmarka svæðið sem hundarnir hlaupa um lausir. Ef ekki þyrfti hundaeftirlitið eða einhver álíka að mæta þarna og deila út sektum v. lausagangs hunda.
Þarna hittast margir hundar og talsverður hópur fólks á hverjum degi. Gerðið þarf því að vera nokkuð stórt. Aðeins þarf að girða á tvær hliðar því girðingar eru fyrir á hinar tvær. Svo mætti koma fyrir tveimur bekkjum til að fólk geti sest niður og spjallað á meðan hvuttar leika. Tekið skal fram að þetta svæði hefur í raun verið í umsjón hundeigenda undanfarin ár. Þeir tína rusl þar og halda svæðinu hundakúksfríu. Þessi hugmund kom upp fyrir kosningar í fyrra en hlaut ekki náð kjósenda.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation