Hólagarður-torg

Hólagarður-torg

Hugmynd mín gengur út á að endurskipuleggja og fegra bílastæði við Hólagarð og skapa torg í kverkinni þar sem bakaríið og búðarkjarninn mætast. Torgið snýr á móti suðri og er á skjólgóðum stað. Bakarí og fleiri matsölustaðir eru í húsinu sem skapar skjól til norðurs og þeim fylgir mannlíf sem myndi njóta torgsins, auk þess sem kærkomið væri að tilla sér niður eftir verslunarleiðangur. Hugm: Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt

Points

Þetta er sá staður sem flestir íbúar efra Breiðholts koma til að versla matvöru og annan varning, auk þess er nú komin flott fiskbúð til viðbótar við bakarí og matsölustaði. Svæðið er í dag mjög óhrjálegt og fráhrindandi, auk þess sem bílastæðin eru kaótískt samkrull eldra skipulags, þar sem m.a stendur ónotuð innkeyrsla að fyrrum strætó stoppistöð. Með því að endurskipuleggja bílastæðin, mætti fá betri nýtingu auk þess sem fegra mætti svæðið með trjágróðri og hlýlegra yfirbragði Hóla -"garðs".

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information