Meira grænt.

Meira grænt.

Í miðborgina vantar græn svæð. Þingholtin eru malbikuð nánast eins og þau leggja sig. Þá á ég við varanleg svæði, litla almenningsgarða en ekki kassa með torfi sem stillt er upp til bráðabirgða. Ég veit að það er verið að gera garð við Hverfisgötuna og ég vil hvetja borgina til frekari dáða.

Points

Það er alveg klárt mál að þarf að reyna að hlúa að þeim grænu svæðum sem að finnast í miðborginni. Finnst einkennilegt að í nýútgefnu upplýsingarblaði um Betri hverfi þá blasir við að miðborgin er með 13,6 millj. lægri fjárheimild en Vesturbær. Kemur á óvart þar - mikil áhersla er á að taka á móti ferðamönnum hingað til lands og er búist við um 1 millj. þetta árið. Yfir 90 % þeirra hafa viðkomu í miðbænum - finnst mönnum ekki þurfa að betrumbæta hann?

Nokkrir íbúar við Bergstaðastræti tóku sig saman og fóru þess á leit við Borgina síðasta sumar að hún keypti byggingarlóðir sem hafa staðið ónýttar við Bergstaðastrætið og gerði þar íbúagarð. Grænt svæði sem væri í umsjón borgaranna a la Green Thumb í NY. Borgin var ekki til í það. Auðvitað kostar svona peninga eins og öll lífsgæði, en verðmætin fyrir allt hverfið hefðu verið ómetanleg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information