Lækka umferðarhraða í Hamrahlíðinni

Lækka umferðarhraða í Hamrahlíðinni

Það er mikilvægt að lækka umferðahraða í Hamrahlíðinni með einhverju móti. Samkvæmt gögnum frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar er umferðarhraðinn í götunni allt of hár og langt innan við helmingur ökumanna keyrir þar á löglegum hraða. Til að lækka umferðarhraðan væri mögulegt að gera þrengingar á götuna sem er mjög breið miðað við 30 km/h götu eða t.d. bæta við hraðahindrun/um.

Points

Það er mjög mikill fjöldi barna og ungmenna sem á leið um og yfir Hamrahlíðina á hverjum degi enda standa Hlíðaskóli og MH báðir við götuna. Því miður hefur verið ekið á börn á leið til skóla og því full ástæða til þess að fara í aðgerðir til þess að auka öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda.

Þegar börn sem búa norðan Hamrahlíðar og austan Bogahlíðar ganga í skólann er horn Hamrahlíðar og Bogahlíðar hættulegasti punkturinn. Það er því mikilvægt að þrengingin komi AUSTAN við Bogahlíðina í beinu framhaldi af gangstéttinni við Bogahlíð, vestan við innkeyrslu MH. Nemendur MH koma gangandi í tugavís upp Bogahlíðina og börn á leið í Hlíðaskóla þurfa að komast yfir. Þá komast þau nokkuð örugg á gangbraut á mótum Hörgshlíðar og Háuhlíðar áleiðis í skólann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information