Hóflegt nagladekkjagjald

Hóflegt nagladekkjagjald

Hóflegt nagladekkjagjald

Points

Það er borgað sérstakt aukagjald ef maður notar nagladekk í Osló, og hefur dregið úr notkun. Auðvitað verður að skoða málið vel, og kannski stefna að þessu haustið 2013 frekar en frá janúar 2013.

Nagladekkin slita göturnar og auka þannig kostnað borgarinnar við malbikun. Þá draga hjólförin úr umferðaröryggi og ofmat á öryggi með nagladekkjum getur líka haft áhrif í sömu átt. Nagladekkin bæta við oþægilegt og heilsuspillandi svifrykið. Alþjóðleg vimið um svifryk fara lækkandi, og eru braðum að ná okkur í skottið. Það verður því að grípa til aðgerða. Heilsa borgarbúa hefur áhrif á rekstrarkostnaði borgarinnar i gegnum velferðarkerfið og vanheilsa dregur úr skatttekna.

Sumir hafa talað um að banna nagladekk innan borgarmarkanna, og reyndar er svoleiðs bann við lýði á mörgum svæðum erlendis. Ókosturinn með boðum og bönnum er meðal annars mikið inngríp gagnvart frelsi og skynsemi fólks. Gjaldtakan má stilla af eftir hvernig árángurinn er. Þá getur verið að til dæmis 5% bíla á nagladekkjum geti verið kostur til að rifa upp glerhála klaka á miðlungsumferðarmiklum götum. Loks er góð almenn regla að þeir sem menga borga eitthvað fyrir skaða og kostnað sem þeir valda.

Hver er þessi hóflega gjaldtaka? 100 krónur á dekk? Eða kanski 5000? Hvað ef þú ferð mikið út á land sem nagladekk geta gert þónokkuð gagn þegar ekið er á glæra hálku? Hvað þá með að nota loftbóludekk? En þau slinta miklu fyrr, er það minni mengun? Harðkornadekk slitna líka mjög hratt, hef ég heyrt. Dekk eru dýr. Margar spurningar sem þarf að svara. Ég held að þetta snúist frekar um að banna nagladekk algeralega frekar en auka skatt. Allavega held ég að ein skattlagningin enn sé ekki svarið.

Það geta verið óþægindi af því að heimsækja borgina á nagladekkjum og standa í því að borga fyrir að vera á nagladekkjum. Þetta þekki ég af því að keyra inn í Ósló á nagladekkjum. Mögulega væri hægt að hafa gesti undanþegna gjaldinu, en þar sem bílar eru ekki auðkenndir með heimabæ yrði erfitt að útfæra það.

Ef fólk er að hugsa um svifryk þá er lausninn að keyra minna og taka strætó. Svifreyk eykst með umferð, því er hægt að halda niðri með því að sópa götur og gangstéttir meira á veturna Það var mælt í einhverri borg á norðurlöndum hvort svifryk hefði minkað eftir að nagladekk voru bönnuð , það minkað aðeins enn ekkert sem um munaði. Það minkaði svifryk þegar var sópað. Reykjavíkurborg hefur státað sér af því að hafa minkað kostnað við gatnahreinsun á kostnað aukins svifryks, það er umhugsunarvert.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information