Æskilegast væri að setja göngubrú yfir nýju Hringbraut og göng undir gömlu Hringbraut en tímabundin lagfæring væri að girða á milli umferðar bíla og gangandi/hjólandi vegfarenda á brúnni sem liggur yfir Hringbrautina nýju.
Bílaumferð yfir gatnamótin Snorrabraut/Hringbraut er mikil og hröð og um þau fara mörg börn gangandi og hjólandi á leið sinni til og frá Valsheimilinu og svo líka í Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Næsta göngubrú sem liggur þarna yfir er í of flóknum og löngum tengslum við miðbæinn, í það minnsta fyrir stóran hluta hverfisins.
Það þarf líka að gera ráð fyrir því að gangandi vegfarendur geti verið öruggir hvort sem þeir eru á ferð þarna yfir að vestanverðu eða austanverðu en eins og er er aðeins gert ráð fyrir gangandi umferð að vestanverðu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation