Gangbrautarljós við Melaskóla - á gatnamót Furu- & Hagamels.

Gangbrautarljós við Melaskóla - á gatnamót Furu- & Hagamels.

Er ekki löngu tímabært að setja gangbrautarljós á gatnamót Furumels og Hagamels við Melaskóla? Á þessum gatnamótum er hvorki gangbrautarvarsla né er stöðvunarskyldan þar virt að fullu – mikil umferð gangandi barna er um þessi gatnamót og gangbrautaljós myndu auka öryggi þeirra svo um munaði.

Points

Þessi gatnamót eru lengi búin að vera til vandræða og þarna hafa orðið slys, sbr. frétt frá 2005 á mbl.is: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1053316/?item_num=50&dags=2005-12-03 Þarna er vitnað í þáverandi skólastjóra Melaskóla: „mjög mikil umferð væri við skólann á morgnana og að ítrekað hefði verið bent á að gatnamót Furu- og Hagamels væru hættuleg.“ Hér sést vel að að stöðvunarskyldan er ekki virt sem skyldi: http://www.youtube.com/watch?v=VLxcJl6ux74 Nú þarf að klára þetta mál!

Það er ljóst að eitthvað þarf að gera þarna. Þó ég sé ekki mjög hrifinn að umferðarljósum á þessum stað þá myndu þau leysa vandann. Önnur leið væri bara að loka fyrir umferð um Furumel sem þverraði Hagamel, þ.e. loka fyrir umferð norðanmegin, suður frá Hagamel. Þá væri hugsanlega líka hægt að fá gangbrautarvörð á morgnanna og þá vil ég benda á samstarf gangfræðiskóla og grunnskóla á Akranesi þar sem eldrikakkarnir sjá um gangbrautarvörslu fyrir þau yngri.

Á það skal bent að fulltrúar foreldra í skólaráði Melaskóla gengu á fund formanns Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í vetur og báru fram þá ósk að gripið yrði til aðgerða í sambandi við mikla umferð og hraðakstur í kringum Melaskóla. Niðurstaðan af þeim fundi var lítil en þó virtist eins og fulltrúar Reykjavíkurborgar gætu hugsað sér að styðja uppsetningu gangbrautarljósa á framangreindum gatnamótum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information