Grindur við gangstétt norðan Ísaksskóla

Grindur við gangstétt norðan Ísaksskóla

Nánast daglega er bílum lagt inn á gangstétt norðan Ísaksskóla. Í mörgum tilvikum þvert yfir gangstétt. Þetta gerir gangandi vegfarendum erfitt fyrir, svo ekki sé talað um þeim sem eru í hjólastólum. Þetta er árlegt vandamál á skólatímum. Ísaksskóli hefur reglulega en án árangurs reynt að biðla til foreldra um að bæta ráð sitt. Ég legg til að settar verði upp grindur milli bílastæða og gangstéttar til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að leggja upp á gangstétt.

Points

Hugmyndin bætir aðgengi fyrir gangandi vegfarendur, hjól og hjólastóla með litlum tilkostnaði. Vandamálið hefur verið til staðar í allmörg ár.

jafnvel nóg að setja upp einhverskonar tálma úr grjóti t.d eða trjágróðri - fallegra..

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information