Strætóstoppustöð við Austurbæjarskóla og Valsheimilið. Leið 19 gæti leyst málið.

Strætóstoppustöð við Austurbæjarskóla og Valsheimilið.
Leið 19 gæti leyst málið.

Það er hvorki stoppustöð við grunnskólann, framhaldskólann, sundlaugina né íþróttaheimilið í hverfinu. Gerum smávægilegar breytingar á leið 19 (hlemmur-barónstígur-egilsgata-snorrabraut). Tryggjum betri samgöngur í og úr skóla og betri tengingu við Val (og íþróttamiðstöðina í Laugardal)

Points

Á íbúafundi um Betri Reykjavík núna í febrúar kom fram: “ Til stendur að fjárfesta í miðborgarvögnum í tengslum við samgöngumiðstöð við Umferðarmiðstöðina. Það verða hugsanlega rafmagnsvagnar sem eiga að þjóna miðborginni betur og breyta samgöngumynstri innan hverfisins. “ Mér er ekki kunnugt hvenær þessar breytingar eru fyrirhugaðar, en finnst full ástæða til þess að RVKborg beiti sér fyrir því að komið verði upp stoppustöð við Austó, framhaldskólann og Val sem fyrst ekki bíða í X ár.

Mikilvægt að tryggja grunn- og framhaldskólanemum góðar strætósamgöngur, gefa þeim góða valkosti. Margir nemendur Austurbæjarskóla og Tækniskólans búa utan hverfis. Þeir sem ætla að íþróttaheimilinu Hlíðarenda er bent á stoppustöð við Landspítala við Hringbraut eða við Loftleiði. Mikilvægt og þarft mál að tengja kjarna íbúahverfis Miðborgar leiðarkerfi borgarinnar. Stoppustöðin við Austó og Tækniskóla myndi þjóna gestum sundhallarinnar, Heilsuverndarstöðinni, Droplaugarstöðum og Domus Medica.

Mikilvægt að aðlaga leiðarkerfið betur þörfum barna og ungs fólks, þannig læra þau að nýta sér strætókerfið. Þannig má draga úr umferð einkabíla og minnka skutl. Rissaði á leið 19 hvernig hugsanlega mætti breyta leiðinni og koma fyrir stoppustöð við Austó/Tækniskólann og Val án stórkostlegra breytinga. Líklega betri kostur að leið 19 fari síðan Barónstíginn, fremur en Egilsgötu og Snorrabraut. Stoppustöðin við Landspítalann tengir við strætókerfið austur og vestur Hringbraut/Miklubraut.

gleymdi að telja upp Tækniskólann- framhaldsskólann við hlið Austó

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information