Þar vil ég leggja til að sett verði upp svæði fyrir útileiki með bolta. Flatir sem þar yrðu klæddar gúmmíflísum eða með grasi. Á flatirnar væri markað fyrir flötum til að leika Brennó o.fl. ómóta leiki. Setja mætti upp lágan vegg (sem erfitt yrði að krota á) fyrir Yfir. Sem sagt svæði til boltaleikja annarra en hinna hefðbundnu boltaíþrótta. Við svæðið yrðu síðan settar upp á myndrænan hátt leiðbeiningar um leikina og fróðleikur til gamans.
Það þarf að kynna þessa hugmynd og útfærslu fyrir íbúum áður en hafist er handa við að búa til boltavöll í garðinum hjá okkur. Ég er íbúi í Grænuhlíð 14 og við öll í mínu húsi setjum stórt spurningamerki við þessa framkvæmd. Í mínum huga væri nærri lagi að sinna leikvellinum sem lagfærður var fyrir nokkrum árum og er núna eitt drullusvað!
Á þessu svæði höfum við frekar séð fyrir okkur að hluti þess verði hellulagður, komið fyrir borðum og bekkjum, steypt útigrill sett niður þar sem fólk gæti komið með viðarkol, grillað pylsur o.fl. og átt notalega stund með nágrönnunum meðan börnin lékju sér í leiktækjunum, glímdu við steinninn eða hlypu um á nýslegnum blettinum. Borgin mundi síðan standa sig betur í því að slá blettinn til að gera hann aðlaðandi fyrir fólk. Ég mótmæli því alfarið hugmyndum um boltaleikvöll af þessu tagi.
Þegar leikskólarnir Sólbakki og Hamrahlíð voru sameinaðir var gert hlið sem snýr út að þessu túni. Hins vegar er enginn göngustígur að því og oft drullusvað sem þarf að vaða yfir til að komast að hliðinu.
Hér yrði góð endurvakning á þeim leikjum sem margar kynslóðir léku. Á seinustu árum hafa hinar hefðbundnu boltaíþróttir nánast ýtt út öðrum skemmtilegum boltaleikjum. Það vantar svæði fyrir boltaleiki því nægilegt rými er fyrir boltaíþróttir. Austast á svæðinu er leikskóli, þar að liggur ágætlega hirt leiksvæði með tækjum. Það svæði afmarkast af göngustíg í milli Grænuhlíðar og Hamrhlíðar. Vestan stígsins er svæðið illa nýtt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation