Verkefnið snýst um að setja upp leiksvæði á skólalóð Vörðuskóla í stað ömurlegs bílastæðis.
Verkefnið er mikilvægt vegna þess að eina leik- og íþróttasvæði hverfisins við Austurbæjarskóla er sprungið.
Þarna væri líka kjörið að koma upp frábærri hjólabrettaaðstöðu fyrir krakkana í hverfinu.
Ég vona að það verði byggð íbúðarhús ca. þriggja hæða meðfram Barónsstíg og Templarahöllin víki líka fyrir íbúðahúsum sem myndu ná upp að Mímisvegi. Við erum ekki illa sett með leiksvæði þarna. Það eru stór svæði við Austurbæjarskóla, Heilsuverndarstöðina og Sundhöllina. Sparkvöllum mætti auðvitað fjölga í hverfinu, t.d. á Klambratúni og í Hljómskálagarði.
Unglingarnir og unga fólkið hafa rætt um að það vanti fleiri körfur í hverfið - nokkrar saman jafnvel í gerði - NY style. Kannski er þetta góð staðsetning.
Í byrjun árs 2011 þegar leik- og dvalarsvæðið í Austó fékk úthlutað fé úr hverfispottinum til að hefja endurbætur á svæðinu og kaupa leiktæki sem sárlega vantaði - þá var gerð könnun á því hvað austókrakkarnir vildu helst á lóðina. Efst á vinsældarlistanum reyndist vera að fá SKÓLAHREYSTIVÖLL. Sá draumur rættist ekki, en Vörðuskólalóðin er auðvitað upplögð fyrir slíkt. Nú er byrjað að keppa í skólahreysti á framhaldskólastiginu. Frábært ef hverfispotturinn yrði áfram til þess að styrkja leiksvæðin í hverfinu fyrir börn, unglinga og unga fólkið - framhaldskólanemana. Nýr flötur á samstarfi milli skólastiga á holtinu - samstarf um skólahreystivöll.
Það hefur líka verið talað um hreystibraut. Þarna er pláss
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation