Frisbígolfvöll í Öskjuhlíð

Frisbígolfvöll í Öskjuhlíð

Frisbígolf er skemmtileg afþreying sem allir aldurshópar geta stundað. Það er ódýrt fyrir borgina að setja upp völl og ekkert kostar að spila á þeim en eini búnaðurinn sem spilari þarf er einn frisbídiskur. Frisbígolf er hægt að spila allt árið og færir líf í garða og útivistarsvæði sem annars eru lítið notuð. Einnig fer þetta vel með annari starfsemi sem er á svæðinu. Nokkur svæði í Öskjuhlíð koma til greina en svæðið fyrir ofan Háskólann í Reykjavík virðist henta mjög vel.

Points

Þeir vellir sem settir hafa verið upp í Reykjavík hafa slegið í gegn og mikil eftirspurn er eftir völlum í öll hverfi borgarinnar. Holl hreyfing og útivera fylgir þessu sporti og hægt er að spila frisbígolf í öllum veðrum, allan ársins hring. Það er líka mikill kostur hversu ódýrt þetta er, bæði fyrir spilarann en einnig Reykjavíkurborg. Auka þarf framboð af ódýru sporti sem gerir sem flestum fært að stunda en er holl og góð hreyfing með vinum eða fjölskyldu.

Frisbígolf er vaxandi íþrótt sem henter breiðum hópi iðkenda. Í Öskjuhlíðinni er möguleiki á að gera öðruvísi brautir en annars staðar þar sem trjákrónur og stofnar eru notaðar til að afmarka sumar brautir. Með því að stilla brautum á fáfarnari svæði er hægt að nýta Öskjuhlíðina betur og færa líf í þetta frábæra útivistarsvæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information