Ætigarður í efra Breiðholti

Ætigarður í efra Breiðholti

Ég legg til að á græna svæðinu frá Fellaskóla að sundlaug Breiðholts og áfram að Hólabrekkuskóla, verði lögð áhersla á að planta ávaxtatrjám og berjarunnum ásamt fleiri ætilegum fjölærum plöntum, t.d rabbarbara, myntu ofl sem auðvelt er að rækta. Ég sé fyrir mér fallega epplatrjáa lundi í góðu skjóli núverandi gróðurs, auk þess sem rifsber, sólber og fleiri berjarunnar yrðu á svæðinu. Hér geta börn og íbúar svo tínt sér ber og ávexti, tekið sér myntuí teið og rabbarbara í sultu.

Points

Blómstrandi eplatrjáa lundir eru ótrúlega fallegir á vorin auk þess sem í framtíðinni gæti fólk nýtt ávextina. þeir sem ekki eru með einkagarð geta notið þess að fara út að tína sér ber, ávexti og fleiri matjurtir. Svæðið fengi þannig meiri tilgang en það hefur í dag, auk þess sem þetta yrði til fegrunar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information