Morgunumferð er mikil og hröð á stóru hringtorgi við Hlíðaskóla. Mikil hætta er því á árekstri við gangandi og skólabörn á dimmum morgnum. Mögulega er hægt að minnka hættuna með betri lýsingu og festa ljóskastara á ljósastaura til að lýsa betur upp gangbrautir eins og ég hef séð gert í Kópavogi.
Mikið af skólabörnum gengur þarna um á morgnana og sömuleiðis er mikil umferð bíla þarna. Vegna þess hve hringtorgið er stórt er umferðin oft nokkuð hröð. Ég veit til þess að ekið hefur verið á barn við þetta hringtorg en lýsing við gangbrautir þarna er mjög dauf. Þetta ætti hvorki að vera kostnaðarsöm eða flókin framkvæmd.
Öryggi í forgang
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation