Lagt er til að ljósastaurar verði endurnýjaðir í "gamaldags" útliti sem og að gangstéttir verði hellulagðar báðu megin við götu. Þar sem enginn gróður er við götu væri gaman að sjá nokkur gróðursett tré á hellulögðum gangstígnum til þess að mýkja yfirbragð götunnar. Eins og staðan er í dag verður útlit götunnar verra með hverju árinu en ekkert hefur verið endurgert í langan tíma.
Gata þessi liggur í gegnum einn elsta byggingareit Reykjavíkur Grímstaðarholtið og nágrenni. Skýrsla er til um húsin, byggingarnar og umhverfið hér:http://www.minjasafnreykjavikur.is/Portaldata/12/Resources/skjol/skyrslur/skyrsla_140.pdf. Árin um miðja öld voru litrík á Fálkagötunni, verslanir og mannlíf, Halldór Laxnes bjó hér um tíma ásamt fleiri fyrirmönnum. Á síðustu árum hefur gatan mikið drabbast niður, sér í lagi eftir lagningu ljósleiðara þar sem skilið var eftir ljótt sár á gangstíg
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation