Í myrkrinu getur verið erfitt að sjá gangandi dökkklædda vegfarendur sem bíða við gangbrautir. Það mætti setja upp sérstaka lýsingu við gangbrautir til að ökumenn sjái þá sem bíða við eða ganga yfir gangbrautir. Til að auka öryggið enn frekar þá er spurning hvort lýsingin sem er á gangbrautina sjálfa ætti að vera lituð til að auðvelda ökumönnum enn frekar að sjá gangbrautina úr fjarska.
Sjálfur lenti ég í því í vikunni að dökkklæddir krakkar hlupu yfir gangbraut við Hagamel án þess að ég sæi þau koma að henni. Sem betur fer ók ég hægt og náði að stöðva bílinn. Mér finnst lýsingin á þessar gangbrautir oft mjög slæm og nánast ómögulegt að sjá hvort einhver dökkklæddur sé að bíða…sérstaklega í þoku og rigningasudda! Spurning hvort þokuljós myndu henta sem götulýsing til að lýsa upp gangbrautirnar?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation