"Íbúahús" í gamla Vesturbænum.

"Íbúahús" í gamla Vesturbænum.

"Íbúahús" í gamla Vesturbænum. Í íbúahúsi koma íbúar hverfisins saman til að funda, spjalla, læra og leika. Halda afmælisveislur, hlýða á og halda fyrirlestra og námskeið. Sameiginleg kvöldmáltíð er einu sinni í viku (jafnvel oftar) og íbúar skiptast á að elda. Í íbúahúsinu væri hægt að halda kvikmyndasýningar, setja upp leiksýningar, halda spilakvöld og handavinnukvöld. Hægt væri að bjóða uppá viðburði fyrir börn á öllum aldri, æfa söng og læra nýja og gamla leiki.

Points

frábær hugmynd !

Húsið myndi nýtast okkur íbúunum vel ekki síst yfir vetgrartímann, þegar mestum tíma er varið inni. Margt gamalt fólk einangrast.

Íbúahús þjónar margvíslegum þörfum ólíkra íbúa hverfisins, Auk notagildis hefur það forvarnargildi þar sem það styrkir félagstengsl íbúa og dregur úr streitu. Það tengir unga og aldna, fjölskyldur og einhleypa. Það verður notendum þess til gleði og ánægju og virkar þannig heilsubætandi á allan hátt. Flest heimili í gamla Vesturbænum eru lítil og getur því verið erfitt að halda afmælisveislur. Íbúahús myndi leysa þann vanda en þar yrði veisluaðstaða fyrir um það bil 50 manns.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information