Fjölskyldusvæði við Stakkahlíð/Bogahlíð

Fjölskyldusvæði við Stakkahlíð/Bogahlíð

Á horni Stakkahlíðar og Bogahlíðar er grænn blettur sem eitt sinn var leikvöllur. Fyrir 1-2 árum voru báðar rólurnar fjarlægðar og það eina sem situr eftir er lítil klifugrind og illa farinn (hálfur)körfuboltavöllur. Flott væri að gera þennan blett að fjölskyldusvæði með leiktækjum, bekkjum og öðru tilheyrandi sem fjölskyldur í nágreninu gætu nýtt sér.

Points

Þarna er skemmtilegt horn á góðum stað. Þessi rándýra lóð er illa eða ekkert nýtt og alveg gráupplagt að gera skemmtilegt fjölskyldu og leiksvæði þarna. Það væri jafnvel hægt að setja steypt grillstæði eins og eru á Klambratúninu ásamt leiktækjum þannig að fjölskyldur úr nágrenninu gætu farið og grillað þarna á meðan börnin leika sér.

Þessi blettur er nú þegar til staðar en hefur lítið sem ekkert verið haldið við. Það þarf ekki mikla fjármuni eða fyrirhöfn til að breyta þessum blett í frábært fjölskyldusvæði og þar með fegra hverfið í stað þess að leyfa honum að grotna niður og verða ennþá meira lýti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information