Koma upp þráðlausri nettengingu (Wi-Fi) í Hagaskóla í samvinnu við UTM. Um er að ræða fjóra netbeina (router) sem gætu kostað allt að einni milljón.
Það er mikilvægt að setja upp þráðlausa nettengingu vegna aukins fjölda snjalltækja og aukinna verkefna sem þarfnast nettengingar - eins og lýðræðisverkefni sem notar samfélagsmiðla.
Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu. Hugmyndin lýtur að stefnumörkun um netaðgengi fyrir alla skóla borgarinnar. Hópurinn vill engu að síður halda hugmyndinni í ákveðnu ferli. Hann mun því mælast til þess við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar að þessari hugmynd verði vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs og upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation