Hefð er fyrir því að almenningur geti notað leiksvæði leikskóla þegar skólarnir eru ekki starfandi. Mikilvægt er að svo verði áfram með þennan nýja skóla.
Þessi fyrirhugaði skóli kemur í stað eins besta leikvallarins í hverfinu, og eins og ég skil fyrirætlanirnar þá á að loka 2-3 öðrum skólum og leiksvæðum þeirra þegar þessi er tekin í gagnið. Framkvæmdin verður högg fyrir hverfið að þessu leyti, sem gott væri að lágmarka. (Ég hef heyrt hugmyndum fleygt að leiksvæðið verði á þaki nýbyggingarinnar, sem myndi þýða að það þarf sérstaklega að gera ráð fyrir og huga að aðgengi almennings utan opnunartíma strax á hönnunarstiginu.)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation