Bætt aðgengi gangandi og hjólandi um háskólasvæðið (HÍ)

Bætt aðgengi gangandi og hjólandi um háskólasvæðið (HÍ)

Bætt aðgengi gangandi og hjólandi um háskólasvæðið (HÍ)

Points

Ótrúlegt má virðast að í gegnum alla umræðuna um möguleikann á stöðumælum við HÍ hefur nánast engin umræða átt sér stað um hversu ömurleg skilyrði gangandi og hjólandi vegfarenda á þessu svæði eru, þó nátengd sé. Eitt eða fleiri eftirtalinna atriða eiga við of stóran hluta gangstétta: a) ekki til staðar b) bjóða ekki upp á neitt nálægt stystu leið frá A til B c) sífellt undir vatni (t.d. stígar á lóð bókhlöðunnar) d) bjóða ekki upp á gott, ef eitthvað, aðgengi fatlaðra eða fólks með barnavagna

-

-

Frábær umræða. Verður vonandi tekið fyrir í skipulagsvinnu sem Reykjavík og HÍ eru að fara í saman. Sjá t.d. hér: http://goo.gl/qYynm

Ég þoli ekki göngustíga undir vatni. Hvernig væri að keyra allavegana möl í þá þannig að þeir standi uppúr eða ef þessi hönnun er svona heillög að setja upphitaðar drenlagnir í sígana (Þá er ég sérstaklega að tala um stígana við Bókhlöðuna). Slíkar aðgerðir myndi gera stígana nothæfa yfir þann tíma sem er vætuveður í kringum bókhlöðuna. Svo mætti alveg setja formlegan stíg þar sem drullusvaðið hefur myndast. Frá gönguljósunum við suður að anddyrum bókhlöðunnar að gönguljósunum við suðurgötu.

Það er mjög erfitt að koma hjólandi eða með barnavagn á Háskólasvæðið úr vesturátt, það er frá Suðurgötu, Allir brattarnir eru mjög brattir og margir treysta sér ekki til að hjóla niður þá. Barnavagnar komast ílla upp þá og það er vonlaust ef vagninn er fyrir tvíbura.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information