Breyta hringtorgi á mótum Hringbrautar og Suðurgötu í ljósastýrð gatnamót

Breyta hringtorgi á mótum Hringbrautar og Suðurgötu í ljósastýrð gatnamót

Mjög þung umferð er um þetta hringtorg og það er farartálmi í vegi gangandi og hjólandi umferðar. Gangandi freistast til þess að fara yfir götur við hringtorgið en ekki er að sjá að þar séu merktar gangbrautir. Þetta veldur iðulega misskilningi og skapar hættu. Á Suðurgötu bæði sunnan og norðan Hringbrautar eru hjólavísar á götunni en hringtorgið er farartálmi sem kemur í veg fyrir að Suðurgata geti verið hraðbraut hjólreiðamanna á milli HÍ og Vesturbæjar og miðborgarinnar.

Points

Ljósastýrð gatnamót á þessum stað tryggja öryggi gangandi og hjólandi mun betur en núverandi hringtorg þar sem umferðarhraði og umferðarþungi er mikill. Með rétt hönnuðum gatnamótum kemst á bein og greið leið fyrir hjólreiðamenn frá HÍ svæðinu til miðborgarinnar.

Melatorgið sem hringtorg getur vel afkastað þeirri umferð sem um það fer ef leystur verður tappinn sem gönguljósin við strætóstoppistöð við Þjóðminjasafnið er. Það VERÐUR að setja þessa göngubraut í undirgöng og leyfa umferð að streyma óhindrað þarna um. Legg til göng sem kæmu upp neðan við Bjarkagötu (í horni Hljómskálagarðs) og síðan handan við götuna (f. neðan Hótel Garð). Göng þessi væru fyrir bæði gangandi og hjólandi. Strætóstoppistöð færi þangað niðureftir í útskot beggja vegna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information