Grænu tunnurnar

Grænu tunnurnar

Grænu tunnurnar

Points

Það vissi ég ekki, þakka upplýsingarnar.

Hvernig væri nú að hægt væri að leigja grænar tunnur í nokkrar klst eða daga, svona rétt á meðan garðurinn er þrifinn ? Innifalið í leigunni væri, sækjum og sendum þjónusta, - þetta kemur sér vel fyrir aldraða, fyrir þá sem ekki eiga bíl, og kemur í veg fyrir að garðaúrgangur fari í svörtu tunnuna. Og borgin gæti fengið örlítið hærri tekjur með því að leigja sömu tunnuna nokkrum sinnum í mánuði.

Óþörf tillaga, því þetta er þegar hægt. Gámaþjónustan leigir út svona tunnur til tímabundinna nota og maður borgar í raun fyrir losun þeirra.

Eins bjóða þeir græna garðapoka. Í verði þeira er fólgið að þeir sækja þá heim til fólks þegar það hefur fyllt þá af garðaúrgangi. Sumum finnst það hentugra en grænu tunnurnar sem þeir bjóða upp á.

Óþörf tillaga, því þetta er þegar hægt. Gámaþjónustan leigir út svona tunnur til tímabundinna nota og maður borgar í raun fyrir losun þeirra.

Ekkert er betra né vistvænna en að jarðgera garðaúrganginn sinn sjálfur. Hægt er að kaupa handhæg jarðgerðarílát eða koma sér upp þrískiptum safnhaug. Í raun ætti aldrei að fara laufblað eða grein út úr garðinum. Þannig vinnur allt alvöru garðyrkjufólk og þannig fæst frábær molta sem gerir garðinn enn grænni. Sparar flutninga og heldur garðinum grænum og frjósömum. Allir vinna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information