Gegnsærra aðgengi að lýðræðislegum verkferlum

Gegnsærra aðgengi að lýðræðislegum verkferlum

Eins og er þarf mikla vinnu til að kynnast öllum þeim leiðum sem borgararnir geta hafa til að láta rödd sína heyrast og geta fylgst með því sem fram fer. Verkferlar verkefna eins og Betri Reykjavík/Betri hverfi/Hverfið mitt eru ógegnsæir og erfitt að finna gagnlega yfirsýn yfir þá. Önnur fyrirbæri eins og Sköpunartorg, Hverfasjóður, íbúaráð, Hverfisskipulag, eru eflaust kristaltær því fólki sem að þeim stendur en almennir borgarar sem eiga að koma að þeim eru flest algerlega ómeðvitaðir um þau.

Points

Til þess að taka þátt í lýðræðislegum verkefnum og ferlum þurfa borgararnir að þekkja til þessara verkefna og ferla. Í dag er þetta afar ógegnsætt. Það er ekki nóg að setja á fót eitthvað voðalega fínt verkefni heldur þarf að miðla því til almennings. Eins þarf almenningur að geta fengið yfirsýn yfir aðgengi sitt að málum borgarinnar.

Því miður er meira að segja dæmi um arfaslakt aðgegni að finna í þessari ráðstefnu. Hún hefur verið auglýst nokkuð á Facebook og viðburður settur upp hér: https://www.facebook.com/events/814776812337704/ Ekki er hægt að setja inn athugasemdir eða fyrirspurnir inn á viðburðinn og einu hlekkirnir í lýsingunni eru á skráningarsíðuna og þennan hugmyndavef. Til að sjá eitthvað um dagskrána þarf að fara á vef Reykjavíkur og smella á frétt þar: https://reykjavik.is/frettir/stefnumot-vid-lydraedid

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information