Lagfæring skólalóðar Selásskóla

Lagfæring skólalóðar Selásskóla

Skólalóð Selásskóla þarfnast nýrrar skipulagningar og endurbóta. Leiktæki eru mörg hver úr sér gengin og skv. frásögnum starfsfólks skólans hefur það m.a. verið leyst með þeim hætti að taka niður og fjarlægja leikföngin. Þar að auki mætti skipulag lóðarinnar vera betra en skv. starfsfólki getur verið óhægt um vik að hafa uppi gott eftirlit á lóðinni.

Points

Sú lausn sem notuð hefur verið, þ.e. að fjarlægja leiktæki án þess að setja annað í staðinn er ekki góð lausn. Þar að auki er örugg og vinsæl skólalóð til hagsbóta fyrir börn, foreldra og starfsfólk skólans. Lóðin verður líka vinsæll samkomustaður krakkana fyrir utan skóla og sem gott fyrir alla.

Leikvöllur er löngu úrsérgenginn og sárvantar endurbætur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information