Halda áfram við uppbyggingu sjósundsaðstöðu í Hofsvíkinni.

Halda áfram við uppbyggingu sjósundsaðstöðu í Hofsvíkinni.

Okkur sem stundum þarna sjósund vikulega allt árið um kring finnst Hofsvíkin mikið skemmtilegri staður til að synda á en Nauthólsvíkin. En það þarf að fara í smávægilegar framkvæmdir til þess að gera þetta aðgengilegra og meira aðlaðandi. Sjá nánar hugmyndir sem sendar voru Hvefisráði Kjalarness.

Points

Klébergslaug er eina sundlaugin í Reykjavík sem stendur nánast á sjávarbakkanum. Á s.l. ári var byggður pallur með skjólveggjum fyrir sjósundsfólk, en það notfærir sér búningsaðstöðuna við sundlaugina, þannig að betra hefði verið að hafa samráð við þá sem stunda sjósundið um það hvað kæmi sér best áður en farið var af stað með þetta. Þessi aðstaða kemur ekki að gangni nema áfram verði haldið og aðstaðan gerð aðgengileg og áhugaverð. Sjá nánar undir hugmyndir sem sendar voru Hverfisráðinu.

Nú þarf að gera skurk í fjörunni og lagfæra leiðina niður að sjónum. Einnig þarf að ljúka við pallinn, bæta við snögum og fleira.

Við ákveðnar aðstæður getur verið betra að fara í sjóinn út frá hreinsistöðinni. Nauðsynlegt er að koma upp lýsingu þar t.d. að koma fyrir kastara á hreinsistöðina.

Sammála Eiríkur, klára dæmið 2013!

Koma fyrir tröppum við útsýnispallinn niður í fjöru. Það nýtist sjósundinu, fjörulöllunum á Bakkabergi og öllu útivistarfólki.

Koma upp lýsingu í fjörunni fyrir þá sem stunda sjósund.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information