Aukið öryggi fyrir gangandi í Safamýri

Aukið öryggi fyrir gangandi í Safamýri

Öryggi fyrir gangandi vegfarendur er enn ábótavant í Safamýri. Setja þarf tvær einbreiðar þrenginar, aðra nálægt leikskólanum og hina milli Starmýrar og Háaleitisbrautar til að draga úr hraðakstri og óþarfa gegnumstreymisumferð.

Points

Styð þetta, mjög þarft. Ég var að keyra upp Safamýrina á 30km/klst fyrir nokkrum vikum og óþolinmóði bílstjórinn á eftir mér tók framúr strax eftir þrenginguna við skólann og brunaði áfram upp götuna! Klukkan hálffjögur á virkum degi!

Bæta þarf öryggi gangandi vegfarenda í Safamýri. Það er mögulegt með því að setja tvær einbreiðar þrenginar, aðra nálægt leikskólanum og hina milli Starmýrar og Háaleitisbrautar til að draga úr hraðakstri og óþarfa gegnumstreymisumferð.

Við þá aðgerð myndi umferðin við Háaleitisbraut aukast. Þetta yrði bara tilfærsla á vandamálinu. Frekar að setja aðra þrengingu við leikskólann og sjá hverju það skilar eins og lagt er til í tillögunni.

Mín tillaga er að láta loka Safamýri við hraðahindrun milli leikskólans og Framheimilis næsta sumar sem tilraun í að auka umferðaöryggi í götunni. Þetta yrði tímabundin aðgerð yfir sumarmánuðina til þess að meta áhrif þessa breytingar. Þessi aðgerð myndi draga verulega úr umferð í götunni og hefur þessari aðferð verið t.d. beitt á Rauðalæk með góðum árangri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information