Gera litla garðinn fyrir neðan Þorfinnsgötu að notalegum samverustað

Gera litla garðinn fyrir neðan Þorfinnsgötu að notalegum samverustað

Loka garðinn betur af fyrir bílaumferð með girðingu og trjám. Koma fyrir bekkjum og borðum, jafnvel grilli og litlum leiktækjum fyrir börn. Þannig gæti garðurinn orðið kjörinn staður fyrir bæði börn og fullorðna til samfunda og leikja.

Points

Tók sérstaklega eftir því þegar ég var í París fyrir 3 árum að þar voru svona litlir garðar út um allt - næstum því á umferðareyjum. Nýttu ýmis svæði mjög vel með góðum girðingum, bekkjum og leiktækjum. Þarna kom greinilega saman fólkið úr hverfinu með börnin sín því allir voru að spjalla. Ekki mikið um lokuð svæði í borginni nema leikskólar og ekki hægt að stunda þá þegar þeir eru opnir. Þessi garður er einmitt mjög skjólsæll og góður staður.

Fólkvæn græn svæði sem hvetja til leikja og samfunda fólks hljóta að bæta hverfamenninguna.

Ég styð þessa hugmynd á meðan garðurinn er þarna. En í Aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir íbúðabyggð á reitnum og ég vona að það komi að því. Ég vil sjá randbyggð meðfram Snorrabrautinni, þriggja til fjögurra hæða hús. Sem foreldri var ég alltaf pínu hræddur þegar minn gutti var að leika sér þarna rétt hjá umferðinni. En til fróðleiks þá gengur svæðið undir tveimur nöfnum, þ.e. Bringa og Þorfinnstún.

Ég vona innilega að það verði ekki byggð hús þar sem að Þorfinnsgötugarðurinn er núna. Það vantar að hlúa fremur að lífi og leik þarna og gera svæðið aðlaðandi fyrir fólk sem vill hvílast og er á ferð gangandi eða hjólandi. Annað væri hreinlega skammsýni og aðalskipulagsfólk má alveg hugsa um það. Garðurinn er rúmlega 70 ára og er vanrækt perla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information