Skólalóðir Háaleitisskóla, báðar starfsstöðvar (Hvassaleiti og Álftamýri) verði lagaðar með áherslu á meira öryggi, þ.e. minnka alla steinsteypu á lóðunum og setja í staðinn gúmmímottur/tartar og skemmtileg leiktæki/þrautabrautir.
Skólalóðirnar eru mjög óaðlaðandi fyrir börnin, það þarf að hafa eitthvað meira en steinsteypu til að þau leiki sér saman úti á skólalóðinni.
Skólalóðirnar eru grátt malbiksflag.
Í kringum báðar starfsstöðvar er malbiksflag. Grátt og óaðlaðandi. Smá litur í umhverfið myndi hressa það við. Fleiri leiktæki og svo eru tækifæri til að nýta skólalóðina betur fyrir útikennslu.
Betri skólalóðir í Háaleitisskóla.
Held að það sé ekki hægt að finna minna örvandi umhverfi fyrir börnin okkar en þetta endalausa malbik. Eg vil umhverfi sem örvar huga barnanna og að auki sé hægt að nýta til úti kennslu!!!!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation