Hraðahindranir í Lönguhlíð

Hraðahindranir í Lönguhlíð

Nokkrar hraðahindranir verði settar upp í Lönguhlíð, sunnan Miklubrautar.

Points

Umferðin getur orðið ansi hröð í Lönguhlíð og mikið af gangandi/hjólandi vegfarendum á ferli, þ. á m. mörg börn á leið í og úr skóla. Ef hægt er að hægja á bílaumferð í gegnum hverfið stuðlar það að auknu öryggi fyrir alla; ekki síst gangandi og hjólandi vegfarendur.

Gatan er í miðju íbúðahverfi og börn beggja megin Lönguhlíðarinnar sækja sama skóla. Það væri til að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda að lækka hámarkshraðan í Lönguhlíðinni niður í 30km/h ásamt því að setja hraðahindranir á götuna. Það er ekki sjaldgæf sjón að sjá börn og aðra gangandi vegfarendur bíða við götuna eftir að þeim sé hleypt yfir á meðan hver bíllinn á fætur öðrum fer framhjá (allt of hratt).

Að gera götuna öruggari fyrir gangandi vegfarendur er verðugt markmið en er ekki ódýrara og einfaldara að byrja á að gera bara gangbraut? Það verður að hafa í huga að núna er engin gangbraut þarna, alltént auðsjáanleg máluð gangbraut, að undanskildum gönguljósunum hjá Blönduhlíð. Byrjum á að mála og merkja gangbrautir hjá Drápuhlíð, Mávahlíð og Barmahlíð sjáum hvort gangandi vegfarendum finnst þá þægilegra að komast yfir götuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information