Leiðbeinandi göngupílur á Laugaveginn

Leiðbeinandi göngupílur á Laugaveginn

Setja pílur (örvar) á hellur á gangstéttina á Laugaveginum sem leiðbeina gangandi fólki hvoru megin á stéttinni það "eigi" að ganga. Vitaskuld tvístefna báðum megin.

Points

Laugavegurinn er þröngur, sérstaklega þegar bílar leggja upp á gangstéttina (eins og leyfilegt er). Ef fólk temur sér að ganga hægra megin á gangstígnum þá verður einfaldara og betra flæði og minna um árekstra. Þetta er enn mikilvægara þegar það er margmenni í bænum. Sniðugt að prófa þetta þar sem þetta er lítill kostnaður og ef þetta reynist ekki vel, þá er jafn einfalt og ódýrt að fjarlægja.

Það eru ekki gangandi vegfarendur sem eru "vandamálið" heldur fólk sem kann ekki að leggja bílunum sínum. Hönnunin á götunni er reyndar gölluð að stórum hluta þar sem bílar geta lagt með trýnið nánast inni í verslununum. Það þarf að hanna götuna upp á nýtt og gera þar ráð fyrir meira plássi fyrir gangandi fólk á kostnað bílanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information