Opna Rauðalækinn

Opna Rauðalækinn

Hvað viltu láta gera? Fjarlægja þessa „tímabundnu“ lokun sem er búin að vera allt of lengi „tímabundin“! Hvers vegna viltu láta gera það? Okkur var lofað því fyrir nokkrum árum að það yrði tímabundin lokun á Rauðalæk til þess að prófa ... og svo átti að taka hana. En hún er enn.

Points

Sé ekki alveg tilganginn með þessu, ef á að minnka hraða þá er það hægt með mun minni takmörkun. Við svona aðgerðir er réttara að nota það lágmark sem þarf frekar en ganga of langt. Með opnun myndi umferð dreifast og jafnara álag

Betra að hafa jafnt flæði umferðar innan hverfis. Sjalfsagt að setja hraðamyndavel og hindrun til að halda hraðanum innan marka.

Styttra og fljótari að fara heim og bara fáranleg lokun á götu sem eikur álagið annars staðar fyrir vikið.

Halda henni lokaðri, og loka fleiri götum svo fólk velja frekar aðrar leiðir en að vera endalaust að bruna í gegnum hverfið

Bý við lokunina sem er mikil gæði. Mig langar ekki aftur í gegn um streymi flutngingabíla sem eiga erindi á Laugalækjar verslanirnar. Gatan er rólegri og öruggari fyrir alla íbúa eftir að henni var lokað.

Sammála. Almennt eru botnlangagötur vond hugmynd - það er betra fyrir hverfið í heild að dreifa umferð. Frekar að hanna göturnar þannig að þær dragi úr hraða og setja 20 km hámarkshraða í íbúðagötur og hraðamyndavélar.

Í götunni er mikið af börnum sem eru öruggari i leik og á leið í og úr skóla ef gatan er lokuð.

Það er ekki satt að fólk sé almennt sáttari við lokun. Það hefur engin könnun verið gerð. Það hafa engar mælingar verið gerðar. Það var enginn hraðakstur né vörubílar sem fóru hér í gegn. Og eftir lokunina var bætt við tveimur hraðahindrunum! Umferðin hverfur ekki. Hún færist yfir á aðrar götur. Núna á milli skólana! Ef einhver væri að spá í öryggi þarna, væri eina vitið að minnka hættuna þar sem hún er líklegust til þess að valda skaða.

Eykur öryggi í götu þar sem gangandi umferð barna á leið í skóla er mikil

Að hafa þessa götu lokaða er lykill að því hvernig hverfið sem hefur mótast í lækjunum er orðið. Núna hefur margt fólk verið að flytja í hverfið og ef gatan verður opnuð aftur þá mun umferð vera töluverð þar í gegn. Ein ástæða fyrir því að fólk vill búa hér er að hér er þessi tiltölulega lítla umferð miðað við að það er margt fólk hérna og við erum nálægt stórum umferðargötum. Það sem væri gott að skoða út frá þessu er hvernig væri hægt að minnka umferð annars staðar í hverfinu líka.

Lokunin eykur öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda, sérstakalega barna. Minni umferð eykur einnig loftgæði. Það væri líka skynsamlegt að taka allt hverfið út með þessi markmið í huga.

Ég vil alls ekki láta opna. Lokunin er börnum og gangandi til góðs. Fagurfræðina má svo diskútera og bæta síðar. Öryggi og mannlíf trompar allt annað þess fyrir utan.

Með svona lokunum er eingöngu verið að færa eitt vandamál annað, umferðarálag verður meira um aðrar götur hverfisins sem skapa teppu og hættu, sér í lagi fyrir skólabörn sem ganga um Sundlaugaveg en þar þjappast umferðin helst. Með opnun Rauðalæks myndi álagið jafnast út, það á að vera hægt að keyra um hana eins og aðrar götur hverfisins en ekki slíta hverfið svona í sundur. Það er auðveldlega hægt að setja þrengingar eða hraðamyndavélar til að koma í veg fyrir vandamálið þarna og víðar um bæinn

Rauðalækur er örugg gata að labba, því þar er enginn hraðakstur. Það er gott á síðkvöldum, þegar skyggja fer, að hafa eina götu sem ekki er von á neinum bíl sem gleymir sér og keyrir of hratt. Halda Rauðalæk eins og hann er.

Það er nóg af opnum götum í hverfinu og ekki þörf á að opna Rauðalækinn. Börn eru öruggari og gatan er íbúavænni þegar hún er lokuð.

Það er líklega öryggi í þessu og minni umferð. Er nýfluttur í Rauðalæk og fannst þetta furðulegt fyrst en myndi ekki vilja breyta þessu núna.

Alls ekki opna aftur. Hef trú á því að opnun auki á umferð í gegn og að hún verði hraðari.

Mað var þvílíkur munur á umferðarhraða við neðan verðan Rauðalækin þegar það var lokað í miðjunni. Vonandi verður þetta ekki opnað aftur.

Algjörlega galið að fara opna þetta aftur svo að einhverjir sem búa á Kleppsvegi eða á Laugalæk geti stytt sér leið um 30 sekúndur. Það er í fínu lagi að umferðin hafi aukist á Laugalæk eftir lokun Rauðalæks því að sú gata er mun breiðari og það er ekki lagt báðu megin götunnar. Þar er því minni hætta á því að einhverjir litlir aðilar skjóti sér út á götu eins og á Rauðalæk. Rauðalækur er ekki umferðagata, og það á ekki að nota hana til þess að stytta sér leið, Dalvegur og Sundlaugavegur eru það

Mjög mikið af ungum börnum sem búa í götunni og augljóst að þeim myndi stafa hætta af því ef lokunin yrði tekin, enda tala allir sem til þekkja um að gatan hafi verið hættusvæði fyrir þau áður en lokunin var sett upp. Og já, í íbúðarhverfi kemur öryggi barna fyrst. Það hvort einhver þurfi að fara lengri leið í vinnuna er algjört aukaatriði og mjög mikilvægt að opna ekki fyrir gegnumakstur um götuna með þessum hætti, akstur sem á heima á stofnbrautum en ekki í íbúðargötum.

Það var gerð könnun á sínum tíma eftir að Rauðalækurinn hafði verið lokaður í tilraunaskyni í einhvern tíma. Það hlýtur að vera hægt að nálgast niðurstöðurnar einhversstaðar. Það er allt annað líf að búa við Rauðalækinn eftir að hann var lokaður.

Alls ekki opna götuna!! Hef búið við Rauðælæk í 17 ár og fyrir lokun var mikil og hröð umferð mjög truflandi. Eftir lokun er þetta skárra þó enn séu einstaka bílar sem virða ekki mannasiði og aka með miklum látum seint á kvöldin. Þessi lokun er varanleg, samþykkt af Reykjavíkurborg. Megi hún standa sem lengst!!

Alls ekki að auka umferð. Væri betra að reyna takmarka umferð í hverfinu og fá fleiri gegnumstreymis lokanir !

Ég bjó nálægt lokuninni í 12 ár og var ein af fjölmörgum íbúum götunnar sem barðist fyrir því að henni yrði lokað þarna. Þetta var ekki einfalt eða gert með neinu pennastriki. Umferðin var rosalega mikil og hraðinn oft fáránlegur, oft eins og bæði fólksbílar og vöruflutningabílar væru í kappakstri. Hið opinbera mældi umferðina í götunni í tvö tímabil, nokkra mánuði í senn minnir mig. Niðurstaðan var sem betur fer að loka þarna. Það er fullt af börnum í húsum götunnar og þau þarf að vernda.

Móti

„Göt­unni Rauðalæk í Laug­ar­nes­hverfi í Reykja­vík verður lokað fyr­ir gegnu­makstri frá og með deg­in­um í dag. Lok­un­in er í til­rauna­skyni og mun standa í tvo mánuði, eða fram til 14. ág­úst. Þegar gat­an verður aft­ur opnuð í ág­úst verður, sam­kvæmt bréfi Ólafs Bjarna­son­ar sam­göngu­stjóra Reykja­vík­ur­borg­ar til íbúa, málið sett í hend­ur Rauðlæk­inga og gerð könn­un þeirra á meðal um hvernig til hef­ur tek­ist.„ Ólafur laug - þetta var aldrei gert!

.

Hægt væri að gera þessa lokun meira heillandi og gera torg þarna og flottan garð, hægt væri að fá matvagnar og gera þetta svæði meira heillandi

Jafnara flæði umferðar. Hægt að hafa þrengingu og hraðamyndavél í staðinn.

Einn segir að „bílar þurfa ekki að komast beinustu leið á milli tveggja punkta“ - Jú, þá eyða þeir minna og menga minna. Einn segir bíla fara í loftköstum þrátt fyrir hraðahindranir? - Lausn: Hraðamyndavélar. Einn segir meira öryggi barna - Nei, 1. gatan er ekki leiksvæði og 2. Nú fara þá bílarnir á milli skólana, þ.e. Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og sundlaugana. Einn segir, gegnumstreymi - Það hefur aldrei verið gegnumstreymisbílaumferð um Rauðalækinn, þar er nú fyrir 5 hraðahindranir!

Mikil umferð gangandi og hjólandi er í hverfinu og þá sérstaklega barna. Algjör óþarfi að gera þetta aftur að umferðargötu með auknum hraða og meiri hættu fyrir alla.

Þetta hefur áður verið tekið fyrir og íbúar eru bara almennt miklu hrifnari af því að ekki sé gegnumstreymisbílaumferð í götunni. Lokun var s.s. prófuð tímabundið og það gaf góða raun (minni bílaumferð og hægari með tilheyrandi minni slysahættu og loftmengun) og því hefur hún verið áfram. Megi hún vera sem lengst! Bílar þurfa ekki að komast beinustu leið á milli tveggja punkta, það er nefnilega svo sniðugt að hægt er að beygja á bílum og fara ýmsar aðrar leiðir.

Ein skrifar að það hafi orðið alvarlegt slys í götunni - það er ósatt! 2009 var keyrt á 9 ára dreng sem hljóp fyrir bíl og hann slasaðist lítið, það er fyrsta og eina slysið eftir 2000 til dagsins í dag. Þetta er hægt að sjá á http://map.is/samgongustofa/ Og þar sést að umferðarslysin hafa orðið mest á Sundlaugavegi, á milli skólana og sundlauganna. Ef þið viljið ekki slasa börn, beiniði umferðinni þangað þar sem þau eru EKKI! Ég var einu sinni vitnið að alvarlegu slysi þar árið 1972.

Anna, ein af þeim sem býr ekki lengur við þessa lokun. Hún segir að „Hið opinbera mældi umferðina í götunni í tvö tímabil, nokkra mánuði í senn minnir mig.“ Eftir svona gögnum hef ég kallað en ekki fengið vegna þess þau eru ekki til og hafa aldrei verið til. Hún er ein af þeim sem skilur ekki að umferðin sem fór hér í gegn fer núna á milli skólana. Mig grunar að pólitíkus sem bjó hér í götunni hafi ákveðið þetta þvert á nokkrar mælingar eða staðreyndir og hafi ekki skilið það að umferðin færist.

Sem íbúi við Rauðalæk verð ég að taka undir sjónarmið með þessari lokun. Nú þegar er það daglegur viðburður að bílar fara í loftköstum yfir hraðahindranir sem staðsettar eru efst í götunni og hraði um götuna augljóslega langt umfram löglegan hámarkshraða. Ef það á að fjarlægja þessa lokun þá legg ég til að henni verði skipt út fyrir varanlega lokun.

Fyrir lokun keyrðu vörubílar oft inn í hverfið eftir Rauðalækinn til að komast að búðinni, þetta myndi opna aftur á slíka umferð. Reynslan er að akstur um götur inn í hverfi sem stytta leiðir eru nýttar í það og fólk keyrir hraðar en hámarkshraði leyfir.

Þetta á að vera opin gata, hefur alltaf verið þar til plantað var blómakerum á miðja götuna í stað þess að gera frekar þrengingu fyrst þörf fyrir umferðastýringu þurfti.

Henda Bugðulækjarumferðinni sem fyrst í burtu. Sú aðgerð var til að auka bílastæði þeirra og þeir geta leyst það vandamál inná lóðum sínum. bílafjöldi þeirra er til jafns við bílafjölda neðrihluta Rauðalækjar ... færa blómakerin og loka þá af. Það minnkar strax umferð um Rauðalækinn. Þessi tilhögun þ.e. lokunin veitir meiri umferð inná Laugalækinn og Sundlaugarveginn þar sem þjónustukjarninn er og skólarnir með sinni gangandi umferð þar sem ég kemst ekki stystu leið inná Sæbrautina.

Sem íbúi á Rauðalæk þá myndi ég ekki vilja sjá þá þróun að Rauðalækur yrði gegnumstreymisgata á ný með tilheyrandi umferð, umferðarhraða og slysahættu fyrir þau fjölmörgu börn sem eru hér í götunni og nágrenninu.

J

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Alls ekki opna aftur, Rauðalækurinn var lokaður á sínum tíma vegna hraðakstur í gegn og það var keyrt á börn neðst í götunni, eftir að keyrt var á þirðja barnið var farið með þetta í grenndarkynningu og meirihlutinn vildi loka. Tel það vera öryggi fyrir yngri kynslóðina að hafa hana lokaða.

Það á að halda lokun öryggisins vegna. Þessi lokun er klárlega ein af ástæðunum fyrir þvi að ég og fjölskyldan tókum ákvörðun að flytja í götuna.

Vil alls ekki láta opna, það mun eingöngu auka umferð og hraða í götunni og þar með auka slysahættu. Bý í Rauðalæk.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information