Opna Rauðalækinn

Opna Rauðalækinn

Hvað viltu láta gera? Fjarlægja þessa „tímabundnu“ lokun sem er búin að vera allt of lengi „tímabundin“! Hvers vegna viltu láta gera það? Okkur var lofað því fyrir nokkrum árum að það yrði tímabundin lokun á Rauðalæk til þess að prófa ... og svo átti að taka hana. En hún er enn.

Points

Sé ekki alveg tilganginn með þessu, ef á að minnka hraða þá er það hægt með mun minni takmörkun. Við svona aðgerðir er réttara að nota það lágmark sem þarf frekar en ganga of langt. Með opnun myndi umferð dreifast og jafnara álag

Betra að hafa jafnt flæði umferðar innan hverfis. Sjalfsagt að setja hraðamyndavel og hindrun til að halda hraðanum innan marka.

Styttra og fljótari að fara heim og bara fáranleg lokun á götu sem eikur álagið annars staðar fyrir vikið.

Halda henni lokaðri, og loka fleiri götum svo fólk velja frekar aðrar leiðir en að vera endalaust að bruna í gegnum hverfið

Bý við lokunina sem er mikil gæði. Mig langar ekki aftur í gegn um streymi flutngingabíla sem eiga erindi á Laugalækjar verslanirnar. Gatan er rólegri og öruggari fyrir alla íbúa eftir að henni var lokað.

Það á að halda lokun öryggisins vegna. Þessi lokun er klárlega ein af ástæðunum fyrir þvi að ég og fjölskyldan tókum ákvörðun að flytja í götuna.

Sammála. Almennt eru botnlangagötur vond hugmynd - það er betra fyrir hverfið í heild að dreifa umferð. Frekar að hanna göturnar þannig að þær dragi úr hraða og setja 20 km hámarkshraða í íbúðagötur og hraðamyndavélar.

Í götunni er mikið af börnum sem eru öruggari i leik og á leið í og úr skóla ef gatan er lokuð.

Það er ekki satt að fólk sé almennt sáttari við lokun. Það hefur engin könnun verið gerð. Það hafa engar mælingar verið gerðar. Það var enginn hraðakstur né vörubílar sem fóru hér í gegn. Og eftir lokunina var bætt við tveimur hraðahindrunum! Umferðin hverfur ekki. Hún færist yfir á aðrar götur. Núna á milli skólana! Ef einhver væri að spá í öryggi þarna, væri eina vitið að minnka hættuna þar sem hún er líklegust til þess að valda skaða.

Eykur öryggi í götu þar sem gangandi umferð barna á leið í skóla er mikil

Vil alls ekki láta opna, það mun eingöngu auka umferð og hraða í götunni og þar með auka slysahættu. Bý í Rauðalæk.

Að hafa þessa götu lokaða er lykill að því hvernig hverfið sem hefur mótast í lækjunum er orðið. Núna hefur margt fólk verið að flytja í hverfið og ef gatan verður opnuð aftur þá mun umferð vera töluverð þar í gegn. Ein ástæða fyrir því að fólk vill búa hér er að hér er þessi tiltölulega lítla umferð miðað við að það er margt fólk hérna og við erum nálægt stórum umferðargötum. Það sem væri gott að skoða út frá þessu er hvernig væri hægt að minnka umferð annars staðar í hverfinu líka.

Lokunin eykur öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda, sérstakalega barna. Minni umferð eykur einnig loftgæði. Það væri líka skynsamlegt að taka allt hverfið út með þessi markmið í huga.

Ég vil alls ekki láta opna. Lokunin er börnum og gangandi til góðs. Fagurfræðina má svo diskútera og bæta síðar. Öryggi og mannlíf trompar allt annað þess fyrir utan.

Með svona lokunum er eingöngu verið að færa eitt vandamál annað, umferðarálag verður meira um aðrar götur hverfisins sem skapa teppu og hættu, sér í lagi fyrir skólabörn sem ganga um Sundlaugaveg en þar þjappast umferðin helst. Með opnun Rauðalæks myndi álagið jafnast út, það á að vera hægt að keyra um hana eins og aðrar götur hverfisins en ekki slíta hverfið svona í sundur. Það er auðveldlega hægt að setja þrengingar eða hraðamyndavélar til að koma í veg fyrir vandamálið þarna og víðar um bæinn

Rauðalækur er örugg gata að labba, því þar er enginn hraðakstur. Það er gott á síðkvöldum, þegar skyggja fer, að hafa eina götu sem ekki er von á neinum bíl sem gleymir sér og keyrir of hratt. Halda Rauðalæk eins og hann er.

Það er nóg af opnum götum í hverfinu og ekki þörf á að opna Rauðalækinn. Börn eru öruggari og gatan er íbúavænni þegar hún er lokuð.

Það er líklega öryggi í þessu og minni umferð. Er nýfluttur í Rauðalæk og fannst þetta furðulegt fyrst en myndi ekki vilja breyta þessu núna.

Alls ekki opna aftur. Hef trú á því að opnun auki á umferð í gegn og að hún verði hraðari.

Mað var þvílíkur munur á umferðarhraða við neðan verðan Rauðalækin þegar það var lokað í miðjunni. Vonandi verður þetta ekki opnað aftur.

More points (24)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information