Burt með Miklubraut og flugvöllin.

Burt með Miklubraut og flugvöllin.

Hvað viltu láta gera? Þétta byggðina, með því að hafa einu leiðina í Vesturbæinn meðfram sjónum. Taka miklubraut og henda henni í ruslið, byggja íbúðir, garða, kaffihús og fleira. Flugvöllin burt líka. Eftir 20 ár munum við svo öll saman hlægja að því að það var flugvöllur og akbraut þarna. Ef þetta verður ekki gert þá á Reykjavík ekki séns. Hvers vegna viltu láta gera það? Framtíð Reykjavíkur er í húfi.

Points

Þetta er eina leiðin til að fá unga fólkið að búa á Íslandi í framtíðinni.

Ég vil minn flugvöll, því ég fer til Akureyrar einu sinni á ári. Af hverju þarf að byggja fleiri hús, þegar ÉG á núþegar hús?

https://www.psypost.org/2020/11/neuroimaging-study-provides-new-details-on-the-link-between-stress-reduction-and-green-urban-landscapes-58662

Frábær hugmynd , myndi kannski íhuga að flytja aftur til Íslands ef svona framsæknar hugmyndir fengju stærri grundvöll

https://www.psypost.org/2020/11/neuroimaging-study-provides-new-details-on-the-link-between-stress-reduction-and-green-urban-landscapes-58662

öfgakennd hugmynd að losa sig við stærstu umferðarbraut á íslandi, flugvöllurinn má hins vegar fara

Veit ekki betur en að það sé verið að byggja spítala við Hringbrautina. Hvernig á að komast þangað, hjólandi? Getur verið að þá séu til fleiri staðir á höfuðborgarsvæðinu sem fólk vill búa á en í kringum Vatnsmýrina.

Svo er gríðarlega stórt og gott byggingaland alveg í miðbænum sem er illa nýtt. það mætti fylla upp í tjörnina og koma þar fyrir 2000 íbúðum.

Mér þætti gaman að sjá þetta gerast. þó mesti ótti minn við að flugvöllurinn verði fjarlægður er það sem kemur í hans stað- ég tel að það ætti að breyta honum í opið grænt svæði, eins og útgáfa okkar af Central Park í New York, Englischer Garten í München eða Templehof í Berlín. Það getur ekki verið annar dauður steyptur kirkjugarður sem hannaður er af gráðugum og óhæfum fasteignasmiðjum. þetta rými tilheyrir öllum - fólki, dýrum og plöntum.

Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki við að koma bráðveikum einstaklingum sem slasast/veikjast á landsbyggðinni undir læknishendur. T.d. er eingöngu hægt að fara í bráða hjartaþræðingu á Hringbraut og bráðamóttaka barna og gjörgæsludeild barna og nýbura ásamt sérhæfð fæðingarþjónusta eru einnig bara staðsett á Landspítalanum við Hringbraut. Það er ekki ásættanlegt að skerða þjónustu við þessa hópa og stefna lífi fólks og barna í hættu. Ljóst er að ekki á að flytja Landspítalann úr Miðbæ.

já, framtíð útivistar í miðbænum og reykjavík allri er í húfi. flugvöllurinn er tímaskekkja. mikil mengun, loftslags- og hljóðmengun og slysahætta. votlendið í vatnsmýrinni með sínu fuglalífi er einstakt á heimsvísu og því stendur ógn af flugvellinum, eins og öllu lífi. sjúkraflug mætti auðvitað eiga sér stað áfram en farþega- og smárelluflugi þarf að finna annan stað.

Flugvöllurinn er tímaskekkja og það sem honum fylgir, svo sem bílastæðaflæmi þar sem frekar ætti að byggja menntastofnanir, Tækniskólann vantra aðstöðu, n´lægt menntastofnunum sem fyrir eru í Vatnsmýrinni. Meira að segja Isavia og Icelandair eru að flytja íburtu, þar sem þeir telja auðsjáanlega, að vellinum verður ekki viðbjargandi en Milabrautin getur a´fram verið þar sem hún er.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna / valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information