Skólalóð Vogaskóla

Skólalóð Vogaskóla

Hvað viltu láta gera? Taka skólalóð Vogaskóla til gagngerar endurbóta. Í raun skammarlegt að Reykjavíkurborg skuli bjóða börnum í skólanum upp á jafn slaka aðstöðu og raun bera vitni. Börnin í Vogaskóla eiga skilið að leika við jafn góðar aðstæður og Reykjavíkurborg býður öðrum börnum upp á í öðrum skólum í Reykjavík. Ég myndi vilja sjá borgina setja annað undirlag á malbikaða fótboltavöllinn sem er ekki hægt að nota þegar illa viðrar vegna slysahættu og klaka. Setja gervigras líkt og gert var á Klambratúni og búa til sómasamlegan völl fyrir krakkana sem er hægt að nota allt árið. Lýsing á skólalóðinni er verulega ábótavant og nýtist skólalóðin yfir vetrartímann ekki eftir 17:00 þegar tekið er að rökkva. Í raun má segja að ekkert barn sé að finna á skólalóðinni að kvöldlagi vegna lélegrar lýsingar á skólalóðinni. Núverandi skipulag lóðarinnar var sömuleiðis teiknað áður en Vogasel kom sem tekur góðan hluta lóðarinnar. Nú er það Reykjavíkurborgar að hanna lóðina upp á nýtt svo sómi sé að. Ég myndi sömuleiðis vilja sjá nýtt undirlag á körfuboltavöll skólans líkt og sjá má í viðhengi. Þar má sjá myndir frá körfuboltavellinum í Varmahlíð. Þar má einnig setja körfur í mismunandi hæðum sem hentar fyrir yngri börn, fatlaða og eldri krakka. Leiktæki fyrir fatlaða og þá sem þurfa að nota hjólastóla, t.d. hjólastólarólu. Ætti að vera á hverri skólalóð. Kastali líkt og finna má í Húsdýragarðinum þar sem börn geta klifrað, hoppað og rennt sér. Yngstu börnin nýkomin af leikskóla og elska ekkert meira en að leika sér í slíkum kastala. Klifurveggur líkt og finna má í Ártúnsskóla væri þjóðráð að setja upp. Krakkar elska að klifra og gæfi þeim sem ekki sækja í boltaíþróttir að finna eitthvað við sitt hæfi. Battavöllurinn núverandi, "mini" völlurinn er ágætur en betra væri að stækka þann völl til að gefa fleirum tækifæri á að nota hann og setja upp "Fut Park". Ódýr og einföld lausn. Hægt er að bæta undirlagið talsvert á lóðinni, mikið um drullu og lítið aðlaðandi fyrir börn að leika sér í frímínútum eða eftir skóla í Vogaseli. Gefum börnunum tækifæri á að leika við mannsæmandi aðstæður líkt og í öðrum skólum í Reykjavík. Þau eiga það skilið. Hvers vegna viltu láta gera það? Þegar skólalóðir í hverfinu eða Reykjavík eru skoðaðar þá sést að Vogaskóli er algjört "Olnbogabarn" í hverfinu. Krakkar úr skólanum skila sér verr í íþróttir í hverfinu þó að hvergi í Reykjavík sé betra úrval. Aðstaða í skóla skiptir gríðarlega miklu máli upp á hvata og áhuga þegar kemur að hreyfingu, útiveru og íþróttaiðkun. Vogaskóli er sá skóli sem er fjærstur allri íþróttaiðkun í hverfinu og er það skylda Reykjavíkurborgar að finna lausn á þeim vanda sem hefur skapast, þ.e.a.s. að börn í skólanum skili sér verr í íþróttir en börn í öðrum skólum hlutfallslega. Þetta gæti verið einn liður í að bæta það.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmynd þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins. Þær 5 hugmyndir sem fengu flest like í hverju hverfi, af þeim sem eru tækar, fara sjálfkrafa á kjörseðlana. Þín hugmynd var ein af efstu fimm og er því sjálfkrafa komin á kjörseðilinn í þínu hverfi. Næsta skref í verkefninu er að velja aðrar þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

frábær hugmynd! Loksins!

À börn í Vogaskóla og er sammála að leikvöllinn er óboðlegt í þeirri mynd sem hann eru dag

Frabær hugmynd og löngu tímabært

Styð þetta alla leið. Börnin í hverfinu nota einnig skólalóðina mjög mikið utan skólatíma, hún er í raun aðal samkomustaður þeirra. Með betri aðstöðu þurfa þau ekki að leita annað.

Ekki spurning, góð forvörn.

Löngu tímabært - Tek þessu fagnandi!!

ég var í Vogaskóla í 10 ár og á síðustu 3 árunum reyndi ég að gera allt til þess að fá betri fótboltavöll, körfuboltavöll og margt fleira, en skólinn sagði að ekki var til neinn peningur til að gera skólalóðina betri. LOKSINS

Góð hugmynd

Ég hef nú verið í vogaskóla alla mína grunnskólagöngu og það er löngu kominn tími á uppfærslu, fótboltavöllurinn til skammar og hvað þá körfuboltavöllurinn. en þó eru vogskælingar einir hressustu á landinu og því er tilvalið að gera þeim þennan greiða að gera skólalóðina í samræmi við andann í vogaskóla! held að það sé ekkert eftir ósagt nema LLLLIIIIIIFFIIIIIIII ÞRÓTTUR !!

Já löngu orðið timabært!

Flott að græja

Löngu tímabært og vonandi verður þetta loksins að veruleika.

Skólalóð vogaskóla hefur verið til skammar mjög lengi og þarf nauðsynlega að bæta og færa í nútímalegt horf.

Löngu tímabært

Skólalóð Vogaskóla er lōngu komin á tíma og sárlega þōrf á að endurnýja hana og endurhanna. Peningunum er vel varið með þessari hugmynd!

Virkilega komin tími á betri skólalóð

Algjörlega sammála, ekki sýst í ljósi þess að það er margföld notkun á lóðinni. Vogaskóli, Vogasel, Sumarfrístund og svo almenningur allt árið um kring notar þetta svæði.

Já! Krakkarnir eiga skilið að fá almennilegan leikvöll, núverandi leikvöllur er til skammar, þarna vantar betra undirlag undir fótboltavöllinn, betri aðkomu að körfuboltavellinum, almenniþegar klifurgrindur. Aparóla myndi líka slá í gegn

Góð hugmynd og fyrir löngu tímabær

Hér er um að ræða frábærar hugmyndir sem efla lýðheilsu barna okkar. Þetta þarf ekkert að ræða, bara framkvæma.

Rosalega flott hugmynd.

Myndi bæta aðstöðu við Vogaskóla töluvert

Það er nauðsynlegt að bæta aðstöðu barna til leikja á lóð Vogaskóla. Það hvetur þau til meiri útiveru ef það er eitthvað sem laðar þau að til útiveru og leikja.

Sem einstaklingur sem var barn í vogaskóla á þessari skólalóð og slasaði mig á þessum stórfurðulegu leiktækjum sem eru þarna held ég að það sé löngu komin tími á almennilegan leikvöll. Leiktækjin þarna eru stórhættuleg og ég glími ennþá við hnémeiðsl eftir að ég slasaði mig þarna. Það vantar líka allan fjölbreytileika, afhverju er ekki rennibraut, afhverju eru ekki hvatt börn til körfubolta eða sett um fótboltavöll þar sem boltinn lendir ekki út á götu. Eitt orð fyrir þetta risa stór slysagildra

Ákaflega einmanna skólalóð og sannarlega kominn tími á endurbætur. Frábærar hugmyndir sem að eru lagðar hér til.

Skólalóð Vogaskóla er frekar lítil og aðstaðan þar hvetur lítið til útiveru og íþrótta. Undirlag á fótboltavelli er hörð steypa sem veldur því að þar er hætta á meiðslum meiri en ef undirlagið væri gervigras. Dregið hefur úr því að nemendur leiki í fótbolta á vellinum af ótta við að meiða sig þar. Klifurveggur væri vel þeginn og einnig útbúnaður sem styður við æfingar fyrir skólahreysti. Vogaskóli á ekki eigin íþróttasal/hús. Þess vegna er aðstaða barnanna í skólanum til íþróttaiðkunar sérstakle

Vogaskóli er líklega einn af mjög fáum skólum á landinu þar sem ekki er battavöllur, heldur bara malbikaðan fótboltavöll. Önnur aðstaða er heldur ekki til fyrirmyndar og mjög nauðsynlegt að taka lóðina í gegn. Styð þessa hugmynd heilshugar.

Frábær hugmynd.

1. slysahætta á núverandi lóð 2. fábreytt/léleg tæki/aðstaða 3. eftir að lóðin var skipulögð/byggð er búið að reisa eitt hús á lóðinni því þarf að endurskipuleggja lóðina 4. eykur möguleika skólabarna og annarra í hverfinu til útiveru og hreyfingar 5. eykur möguleika til úti-íþrótta (mikilvægt þar sem Vogaskóli er ekki með eigið íþróttahús)

Brýn þörf á að taka skólalóðina í gegn. Við förum oftast í Langholtsskóla af því lóðin þar er svo mikið betri. Sorglegt að svona mikill munur sé á skólalóðum tveggja skóla sem eru staðsettir í sama póstnúmeri og mikil mismunun gagnvart börnunum. Endilega ráðast í þetta! :)

Gera sparkvôll med gervigrasi við Vogaskóla strax! Skammarleg adstada fyrir bornin og eg held eini skólinn í Rvk sem byður ekki uppá sparkvôll.

Þetta er svo löngu tímabært að í raun ætti ekki að þurfa að kjósa um þetta hérna, þetta ætti að vera eitthvað sem borgin gerir en dregur ekki frá fjármagni hverfisins. Svo nauðsynlegt!

Styð þessar hugmyndir heilshugar. Tillagan er vel rökstudd.

Endurbætur á skólalóðinni eru löngu tímabærar

Styð þetta. Mikið af börnum sem nota skólalóðina eftir skóla. Frábært væri að sjá bæði fótboltavöllinn og körfuboltavöllinn endurnýjaðann. Það einn og sér gæti hjálpað til að börn í Vogaskóla myndu fá meiri áhuga á íþróttum. En eftir samtal við þjálfara bæði í Þrótti í fótbolta og Ármanni í körfubolta bentu þeir mér á að það séu mun færri í Vogaskóla sem stunda þessar íþróttir en börn í Langholtsskóla. Eins er mjög takmarkað af leiktækum á skólalóðinni sem mætti bæta og gera snyrtilegri

Það þarf ekki að segja neitt fleira en kemur fram í tillögunni annað en að þetta er nauðsynlegt

Styð þessa hugmynd. Ég er með unga dömu í skólanum sem var rétt i þessu að ræða hvað hana langar ótrúlega mikið í rennibraut og fleiri leiktæki á skólalóðina.

Löngu kominn tími á þetta, drífa þetta í gang

Mjög góð hugmynd! Löngu tímabært.

Frábær hugmynd. Það er svo geggjað mikil vöntun sérstaklega á gæðakörfuboltavöllum nálægt laugardalnum. Mér finnst vera svo mikið líf á þessu svæði og mikill uppgangur í ungum fjölskyldum í hverfinu að það er algjör synd að það sé ekki betri aðstaða fyrir börnin til íþróttaiðkunnar.

Kæri hugmyndahöfundur, kosningu í verkefninu Hverfið mitt lauk þann 14.október sl. niðurstöður kosninga má sjá á www.hverfidmitt.is, Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022. Þín hugmynd hlaut ekki kosningu að þessu sinni. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information