Göngubrú yfir Sæbrautina

Göngubrú yfir Sæbrautina

Hvað viltu láta gera? Það er nauðsynlegt að byggja göngubrú yfir Sæbrautina til að tengja saman gamla og nýja Vogahverfið. Hvers vegna viltu láta gera það? Sæbrautin getur verið mjög hættuleg, þar keyra stórir þungir trukkar alla daga, þar er mikil umferð og mikill hraði. Nú er verið að byggja nýtt Vogahverfi, íbúðahverfi þar sem börn og aðrir þurfa að ganga/hjóla yfir Sæbrautina til að komast í skóla/leikskóla/vinnu. Það er hreinlega hættulegt að bjóða fólki uppá aðstæðurnar eins og þær eru í dag.

Points

Göngubrú yfir Sæbraut ætti að vera forgangsverkefni. Það er ekki hægt að bjóða íbúum nýju Vogabyggðar og fjölskyldum þeirra sem að koma í heimsókn gangandi að fara yfir Sæbrautina.

Göngubrú eða að minnsta kosti endurbætur í hag gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogs ætti að vera forgangsverkefni hjá Reykjavíkurborg.

Bráðnauðsynlegt.

Af öryrkjaaðtæðum

Þarf í alvörunni að kjósa um þetta, svona málefni eiga ekki heima hér. Þetta er bara sjálfsögð framkvæmd

Það er fáránlegt að ekki sé búið að setja göngubrú við Sæbraut. Það er mikilvægt verkefni við byggingu nýs Vogahverfis en einnig mætti gera þetta á fleiri stöðum eins og t.d við gatnamótin við Holtaveg. Það myndi auðvelda íbúum hverfisins gríðarlega að sækja í þá þjónustu sem er í boði í Holtagörðum og á því svæði fótgangandi eða á hjóli. Svo er þetta líka letjandi varðandi almenningssamgöngur, en það að fara yfir ljósin á Sæbraut til að taka strætó í vesturátt lengir ferðina um nokkrar mínútur

Það er bráðnauðsynlegt að göngubrú (eða undirgöng) verði byggð svo hægt sé að tengja gamla og nýja hverfið. Gönguljósin er alltof stutt og bílar reikna oftar en ekki með að það sé enginn gangandi. Það hefur munað litlu oftar en einu sinni og tvisvar að keyrt sé á mig eða kerruna þegar við fjölskyldan göngum þarna yfir. Það þýðir ekki að bíða eftir því að Sæbraut verði sett í stokk, það einfaldlega of langt í þá framkvæmd. Eins og staðan er núna er aðeins tímaspursmál hvenær slys verður.

Göngubrú er bràðnauðsimleg það segir sig sjàlft að það er ekki hægt að bjóða börnum að fara einsömul yfir þessa umferðaræð sem Sæbraut er.

Eins og staðan er núna þá er maður varla hálfnaður yfir götuna þegar gönguljósið er orðið rautt, þó svo að maður labbi nokkuð rösklega

Það er nauðsynlegt að fá göngubrú yfir Sæbrautina, til að tengja Vogabyggð við Vogahverfið. Eins og staðan er í dag þá geta börn sem búsett eru í Vogabyggð ekki farið gangandi í skóla, tómstundir og strætó öðruvísi en að fara annaðhvort yfir stórhættuleg gatnamót Súðarvogur og Sæbrautar eða Skeiðarvogs og Sæbrautar. Að auki mun göngubrú tryggja öryggi fullorðinna, bæði íbúa Vogabyggðar og allra þeirra sem stunda það að fara hjólandi til og frá vinnu úr efri hverfum borgarinnar.

Göngubrú er bráðnauðsynleg yfir Sæbrautina. Gangandi og hjólandi umferð er orðin mjög mikil yfir Sæbrautina og nú hefur bæst við að börn í Vogabyggð eru með Vogaskóla sem hverfisskóla og eina aðgengi þeirra í skóla, frístundir og strætó samgöngur er yfir Sæbrautina sem er stórhættuleg vegna umferðarþunga og hraða aksturs. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær, alvarlegt slys mun eiga sér stað á þessum slóðum vegna þess að það er ekki komin göngubrú milli Vogabyggðar og Vogahverfis.

Mjög mikilvægt fyrir nýja Vogabyggð eins fyrir alla þá sem munu vilja nýta sér gönguleiðir í nýja hverfinu og Elliðaárvoginum (gangandi hlaupandi og hjólreiðafólk. Ömurleg og stórhættuleg gatnamót. Eitthvað sem á klárlega að vera í forgangi hjá borginni

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Um er að ræða svæði sem verkefnið samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins mun taka fyrir á næstu árum. Samgöngusáttmálinn er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Nánari upplýsingar eru hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur-og-fjarskipti/samgonguaaetlun/sattmali-um-samgongur-a-hofudborgarsvaedinu. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information