Hvað viltu láta gera? Það þarf að skipuleggja aðkomu og athafnasvæði hafnarinnar í Bryggjuhverfi. Það er búið að þrengja mjög að aðkomu hafnarinnar og sjósetningarrampi hennar. Nauðsynlegt að skipulagsyfirvöld taki þetta svæði fyrir á sómasamlegan hátt. Hverfið heitir Bryggjuhverfi og því fáránlegt að bryggjan sé algjör hornreka í hverfinu. Vestan við rampinn er autt svæði, sem ætti að vera hluti af skipulögðu og snyrtilegu athafnasvæði hafnarinnar. Skipulagsyfirvöld geta litið til bryggjuhverfa erlendis til að sjá góðan frágang og aðstöðu fyrir skemmtibáta eigendur; þar eru gjarnan smáhýsi sem leigð eru út, aðstaða til að geyma kayaka og smábáta, sem ekki hentar að geyma við flotbryggjuna. Þetta er ekki dýr frmkvæmd en myndi skipta sköpum fyrir alla aðstöðu við höfnina. Bryggjuhverfið myndi þá standa undir nafni! Hvers vegna viltu láta gera það? Hverfið hefur byggst hratt og aðstaða fyrir höfnina og þá sem nota flotbryggjuna hefur alveg gleymst. Á þessu svæði hefur bílum og hjólhýsum verið lagt skipulagslaust. Þarna eru engin umferðarmerki sem sýna hvar má leggja bílum og hvar ekki. Þetta er land Reykjavíkurborgar og því verður Reykjavíkurborg að fara í þess framkvæmd.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Svæðið sem um ræðir er í uppbyggingu og/eða breytingar fyrirhugaðar á komandi árum og því ekki tímabært að kjósa um að svo stöddu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu inn í það ferli. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Hverfið verður að fá að standa undir nafni
mæli með þessu
Bryggjan okkar er í raun hornsteinn Brygghverfis og gerir okkar hverfi dálítið öðruvísi,þegar við hjónin ákváðum að kaupa íbúð í þessu hverfi 2003 vó það þungt að hér var bryggja sem var hægt að fara í göngutúra að,en það er morgun ljóst að laga þarf aðgengi fyrir báta og þann búnað sem þeim fylgir þannig að meira líf dafni þar.
Tek undir þetta.
Það liggur í augum uppi að bryggjuhverfi þarf að hafa hafnaraðstöðu og leið til þess að sjósetja báta.
Það má líka huga að aðstöðu fyrir kajakeigendur að geta stundað sitt sport frá bryggjusvæðinu og jafnvel geymt bátana sína þar nálægt.
Þetta er einstakur staður sem nýtist vel fyrir sjósetningu. Bátalífið glæðir hverfið bæði auknu lífi og sjarma. Vil gjarnan sjá aðstöðuna bætta svo að Bryggjuhverfið haldi áfram að bera nafn með rentu.
Ég skil ekki hvers vegna fólk eins og Jósef Ægir Stefánsson er að flytja í Bryggjuhverfið, og er á móti bryggjum? Rampurinn og flotbryggjan hafa verið partur af hverfinu í 20 ár. Tanginn lenti á milli eldra skipulags og þess núgildandi og er bara opið svæði í eigu Reykjavíkurborgar. Þessi tillaga gengur út á að Borgin gangi frá þessu svæði á sómasamlegan hátt og tryggi að bannað sé að leggja bílum við rampinn.
Aðstæða fyrir sjósetningu báta á enga samleið með hverfinu eins og það er orðið núna. Aðstaða fyrir báta hentaði miðað við hverfið í upphafi. Nú eru komin fjölbýlishús við rampinn. Umferð um rampinn hefur verið á öllum tímum sólarhringsins með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa. Bílar með bátakerrur skildir eftir . Það eru engin bílastæði til staðar fyrir utanað komandi aðila sem vilja nýta hafnaraðstöðuna.
Bátalíf, með aðkomu báta sem annaðhvort eru staðsettir við bryggjuna eða koma og fara sama daginn er hluti af sjarmanum við að búa í bryggjuhverfinu. Það er skiljanlegt að Rvk muni um tekjurnar af þeim 63 íbúðum sem troðið var ofan í bátarampinn. Er hægt að bæta úr aðstöðunni með einhverjum hætti t.d. með þvi að skipuleggja þetta frímerki betur, láta draga í burtu bíla sem hindra aðgang og skipuleggja lóð fyrir báta og aðstöðu vestanmegin við Tangabryggju 13-15?
Klárlega á að gera rampinn og aðstöðuna betri og meira aðlaðandi fyrir alla, og gera svæðið þannig úr garði gert að allir verði sáttir. En rampurinn á auðvitað að vera hverfinu, annað er bara della.
Frábært væri að höfnin og tanginn fengju að njóta meiri uppbyggingar og bætts skipulags. Það kæmi öllum til góða.
Mikilvægt er að eigendur báta njóti aðstöðu á svæðinu, annars verður hverfið aðeins Bryggjuhverfi að nafninu til.
Láta fjöruna njóta sín og ekki fylla hana með grjóti eins og gert hefur verið í Hamrahverfinu. Loka rampinum og banna umferð um svæðið en gera fallegt með gróðri - jafnve bekk þar sem fólk getur notið nálægðar við sjóinn.
Í dag eru allt of margir sem nota svæðið á tanganum sem bílastæði og jafnvel geymslu á t.d.fellihýsi. Því þarf að vanda mjög til verka við hönnun og skipulag á tanganum og gera það svæði fallegt útivistarsvæði. Einnig þarf að skoða vel með að gera fallegu sandströndina niður við voginn aðgengilega - tröppur niður og hlaða garðinn í kring. Rampurinn sem slíkur er að okkar mati í lagi en bagalegt að íbúar og gestir T13 og T15 skuli ekki leggja í bílastæðið fyrir ofan bílakjallarann.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation