Nýja brú yfir Elliðaár

Nýja brú yfir Elliðaár

Hvað viltu láta gera? Setja nýja brú fyrir gangandi og hjólandi yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut. Hvers vegna viltu láta gera það? Löngu tímabært að setja brú sem er í plani við umhverfið í kring, þannig að hægt sé að komast þessa leið án þess að klöngrast með hjól og vagna yfir það sem nú er haft sem brú.

Points

Það er mjög erfitt fyrir margir að leiða hjól yfir! hefur ekki farið yfir i nokkra ár.rafmagn hjól er vonlaus að koma yfir þegar mann er á eldri kant!

Mjög góð hugmynd. Þá væri auðveldara að ganga þarna t.d. með barnavagna líka.

Núverandi brú með 10 tröppum upp og 10 niður er tímaskekkja og mjög hættuleg í hálku.

Hættuleg brú fyrir börn að bera hjólin yfir sem og vagna. Algerlega komin tími á nýja og beturhannaða brú

já takk....þetta er leiðindar faratálmi og brúinn komin til ára sinna.

Þessi gamla brú getur verið erfið og hættuleg yfirferðar á veturna og löngu tímabært að setja þarna brú með betra aðgegni.

Þessi brú er löngu komin á tíma í viðhaldi, farið að brotna upp úr tröppum og grindverk orðið mjög ryðgað og illa farið. Ekki óalgengt að sjá krakka og eldra fólk í vandræðum þarna þegar hált er í kjölfar snjóa þar sem brúnni er sleppt við mokstur og söltun.

Það þarf ekki einu sinni að fara í "hönnunarsamkeppni" eða semja við besta vin um það því við Toppstöðina er nýleg brú sem er nógu löng fyrir þennan stað. Það væri því ekkert annað en að nota þá hönnun og setja niður brú.

Miðað við dugnað okkar Reykvíkinga og framkvæmdagleði þá er ótrúlegt að við höfum ekki smíðað nýja brú þarna yfir. Gamla brúin er farartálmi sérstaklega fyrir hjólandi og fólk með barnavagna og kerrur. Þarna hlýtur að vera hægt að brúa með ódýrum hætti. Enga hugmyndasamkeppni eða sérsmíði.

Þessi brú er hræðileg yfirferðar fyrir fólk með barnavagna, fjölskyldur að hjóla með börn og fleiri svipuð dæmi. Brúin er algjör tímaskekkja og ótrúlegt að það sé ekki löngu búið að skipta henni út.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er nú þegar ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Einnig rúmast hugmyndin ekki innan fjárhagsramma hverfisins. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information