Sjósundsaðstaða á Laugarnestanga

Sjósundsaðstaða á Laugarnestanga

Hvað viltu láta gera? Setja upp aðstöðu til sjósunds, skiptiklefa og heitar sturtur ef ekki pott. Hvers vegna viltu láta gera það? Sjósund hefur færst mikið í aukana á undanförnum árum enda allra meina bót- líkamlega andlega og félagslega. Væri sérlega skemmtileg sund-viðbót við hverfið:)

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmynd þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins. Þær 5 hugmyndir sem fengu flest like í hverju hverfi, af þeim sem eru tækar, fara sjálfkrafa á kjörseðlana. Þín hugmynd var ein af efstu fimm og er því sjálfkrafa komin á kjörseðilinn í þínu hverfi. Næsta skref í verkefninu er að velja aðrar þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Mjög góð hugmynd.

Frábær hugmynd

Ég er ekki á móti en ég er ekki á með, en hvað eru margir sem myndu notfæra sér þetta?

Frábær hugmynd! ég myndi klárlega nýta mér þetta 💦

Eða nálægt þessum stað þ.e. öruggt svæði ekki mengað og fl.

100% 👍🏽👍🏽👍🏽

Frábær hugmynd

Ég er alls ekki á móti sjósundaðstöðu en ég er á móti því að hún sé fjármögnuð með hverfispeningum þar sem þetta væri fyrir sjósundsiðkendur allrar borgarinnar. Ekki þarf Vesturbær að fjármagna Nauthóls-ströndina. Að því sögðu myndi þetta sóma sér vel við litlu strandparadísina rétt hjá Viðeyjarferju og nýju húsnæði Faxaflóahafna, það væri ideal að koma þessu upp þá og fá styrk frá höfninni við framkvæmdina svo þetta sé sem best gert m.t.t. siglingaumferðar og strauma.

Nokkrar pælingar með Laugarnestangann. - Hvernig eru straumar og öryggi sjósundskappa á þessu svæði? - Hvað með mengun í sjónum á þessu svæði verandi með skólphreinsistöð, Faxaflóahafnir, Sæbraut (byggð á landfyllingu) og Sundahöfn þarna á litlum bletti? - Er hægt að gera eitthvað með mistökin milli Laugarnestangans og Viðeyjar, landfyllingu undir skrifstofu Faxaflóahafna / nestisborðaplanið? - Núverandi verndun (náttúruminjaskrá og hverfisvernd).

Já, eða kannski við Skarfaklett, sem er bara rétt hjá, þar er svo fallegur sandur. Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að komast í sjósund þar. Legg það hér með inn til vara, en hluti af svæðinu á Laugarnestanga er friðað sem gæti flægt málið.

Væri frábært að vita hvort eitthvað hafi gerst frá 2017 með nýja ylströnd við Skarfaklett: https://reykjavik.is/frettir/nyjar-ylstrendur-vid-gufunes-og-skarfaklett-kannadar

Frábært :)

Mjög margir eru farnir að stunda sjósund, og oft þröngt á þing í Nauthólsvík, væri frábært að fá aðstöðu nær heimili sínu, líka umhverisvænna þarf þá ekka að keyra langar leiðir

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information