Almennings garður við Vesturbæjarlaug

Almennings garður við Vesturbæjarlaug

Hugmyndin er að svæðið sem nú er afgrirt og er m.a. með put velli verði gert aðgengilegra og fallegt, verði gerður að sælureit með bekkjum, blómum, grilli ofl. Taka niður grindverk meðfram bílastæði Hofsvallagötu megin og grindverk við bílastæði laugar.Þannig að hægt sé að ganga inn á svæðið hvar sem er. Setja bekki og blóm og grill. Þarna er sólríkt og skjólgott, Þetta svæði við Vesturbæjarlaugina gæti orðið hjarta Vesturbæjarins því það liggur svo mikið í alfara leið.

Points

Þetta svæði er lítið notað núna. En svæðið er einstakt bæði með tilliti til veðurlags og staðsetningar. Hofsvallagata er einhvers konar Laugavegur Vesturbæjarins, þar er mikill straumur gangandi og hjólandi fólks á sumrin á leið í Melabúð, í laugin, á Ægisíðuna. Ef þetta svæði yrði gert að almenningsgarði þá opnast mögluleiki fyrir fólk að setjast niður, hittast, blása til grillveislu eða bara til að leika sér. Þetta svæði yrði mjög líflegt á góðviðrisdögum því það eiga svo margir leið þarna um.

Þetta er spennandi grænt svæði sem þarf að nýta betur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information