Hvað viltu láta gera? Rífa ljótustu blokkir Íslands. Hvers vegna viltu láta gera það? Þær eru lýti á borginni. Ef ekki er hægt að rífa þær, þá mætti alla vega gera þetta að almennilegri borgarmynd með landfyllingu hinumegin við Sæbrautina þar sem reistar yrðu jafnháir skýjakljúfar ætlaðir félagsíbúðum.
👍👍👍
Sammála...veit að það er ekki hægt að rífa þessar blokkir núna - en ekki gera þessi mistök aftur kæra Rvk.borg - s.s.að skyggja á útsýni allra annarra í miðborginni án þeirra samþykkis. Þetta var ótrúlega dónaleg ákvörðun á sínum tíma hjá þeirri borgarstjórn sem var þá við lýði og í raun er þetta ekki slæm hugmynd hjá þessum aðila hér...byggja félagsíbúðir sem myndu skyggja á skuggahverfið sem skyggði á miðbæinn. Það myndi kannski bara bæta þetta slæma karma sem þessar Skuggablokkir hafa núna?
Ömurlegustu skipulagsmistök ömurlegu skipulagsyfirvalda Reykjavíkur. Hafi það fólk skömm fyrir öll sín óþurftarverk og alla sína verktaka og peningavaldaþjónkun. Eyðilegging útsýnis frá skólavörðuholti niður að sólfari er harmadauði öllum þeim sem unna Reykjavík.
Skuggahverfið eins og það er í dag er ljóstasta hverfið í bænum. Hvaða hugsun lá að bak við þessi háhýsi annað en græðgi og yfirgangur. Ég geng þarna á hverjum degi og hitti hvorki ketti né menn né neitt lífgar andann. Blokkirnar fela gömlu húsin sem eiga sér sögu og hafa sál. Yfirgangurinn svo mikill að sjónlínan frá Ingólfi Arnasyni niður að Sólfari var eyðilögð. Næst verður fyllt í það litla gat sem eftir er við Frakkastíg og Skúlagötu. Þá sést ekki í neitt af gömlu byggðinni frá sjónum.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna / valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation