Hringtorg í stað umferðarljósa á Háaleitisbraut

Hringtorg í stað umferðarljósa á Háaleitisbraut

Hvað viltu láta gera? Setja hringtorg í stað umferðarljósa á gatnamótum Háaleitisbrautar og Safamýrar/Ármúla. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi umferðarljós eru illa stillt og á álagstímum stíflast gatan vegna þessara ljósa, oft alla leið út á Kringlumýrarbraut. Vegna þess hve vanstillt ljósin eru, þá fara bæði gangandi vegfarendur og ökumenn oft yfir á rauðu þegar umferð er minni. Þarna er nóg pláss til að setja hringtorg og myndi það auka umferðarflæðið um götuna fyrir alla vegfarendur.

Points

Það er rétt að ljósin eru óheppileg fyrir gangandi vegfarendur (sérstaklega yfir Ármúla). Hins vegar er nú þegar mikil teppa sem myndast fyrir bílaumferð á álagstímum og enn frekari lenging á gönguljósunum gæti skapað bílahalarófu sem næði bæði langt inn Ármúlann og Háaleitisbraut í vestur. Hægt að ímynda sér að hringtorg gæti jafnvel virkað betur fyrir bílaumferð en einnig gangandi vegfarendur, sérstaklega þvert yfir Ármúla þar sem hægt væri að setja umferðareyju þar sem miðjuakreinin er núna.

Afar slæm hugmynd. Um þessi gatnamót fara margir gangandi og á hjóli, fyrir þá er mun hættulegra að fara um svæðið ef þar er hringtorg heldur en gönguljós. Þvert á móti þyrfti að tryggja öryggi vegfarenda enn betur með því að halda umferðarljósum en stilla þau þannig að á einhverjum tíma sé engum bílum hleypt yfir en grænt ljós á öllum göngubrautum í einu.

Ætlaði einmitt að koma með þessa tillögu. Gerist ábyggilega á hverjum degi að ég tek eftir mjög tæpum slysum og óþarfa umferðateppum á þessum gatnamótum. Myndi taka vel á móti hringtorgi. Börnin mín myndu líka líða betur á morgnanna að þurfa ekki bíða svo lengi eftir allri umferðinni !

Mér finnst góð hugmynd að setja hringtorg þarna en mikilvægt er að huga vel að hönnun m.t.t. öryggis og aðgengis gangandi, hjólandi og fatlaðra.

Ég nota þessi gatnamót sem gangandi vegfarandi á hverjum einasta degi og mig langar að vita hvers vegna fólk heldur að hringtorg muni torvelda gangandi vegfarendum lífið? Hefur það sýnt sig að hringtorg séu gangandi vegfarendum hættuleg? Með tilkomu hringtorgs ættu gangandi og hjólandi alltaf forgang og þyrftu því ekki að bíða eftir grænum karli. Dæmi um hringtorg á umferðarþungum götum sem slíkum inni í íbúðahverfum má finna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og hafa skilað góðum árangri.

Fín hugmynd en hún gengur ekki upp, sbr. hringtorgið við Suðurgötu í Vesturbænum. Bílarnir keyra bara áfram og það verður erfiðara fyrir gangandi umferð að komast leiðar sinnar heldur en er núþegar. Það sem þarf að gerast þarna eru fleiri skilti til að ítreka gangandi umferð og snjallari umferðaljós.

Hugmyndin er góð en torveldar vegfarendum sem eru ekki á bíl að fara yfir götuna. Það er erfitt nú þegar. Það er engu líkara en að bílstjórar sem koma Háaleitisbraut úr austri og ætla að beygja inn Ármúla taki ekki eftir gangandi sem ætla að þvera Ármúlann. (Það er náttúrlega fáránlega galið að hafa grænt á göngumann á sama tíma og hægt er að beygja inn Ármúlann). Væri ekki lausn að setja umferðarstýringu á ljósin og stilla gönguljósin þannig að það sé ekki hætta fyrir gangandi að þvera götuna?

Ég held að ef það væri hringtorg þarna þá myndi Ármúlaumferðin eiga hringtorgið á álagstímum og raunar á flestum stundum dagsins og erfitt væri fyrir íbúa að komast inn í Safamýrina. Þetta gerist gjarnan á Hringbrautar-hringtorginu þar sem getur verið nær ógerlegt að komast inn á hringtorigið frá Suðurgötu og auk þess eru hrikaleg vandræði að ganga eða hjóla meðfram því hringtorgi.

Það er afleit hugmynd. Það verður stórhættulegt að komast þarna í gegn án þess að vera á bíl á eftir. Gangandi og hjólandi þurfa að komast þarna um einnig og hætt við að ökumenn sjái viðkomandi of seint þegar þeir væru að fara út úr hringtorginu. Það myndi breyta miklu að þegar ljósin upp Háaleitisbraut og begjuljósin inn í Ármúla væru í gangi að þá væri beigjuljós í gangi niður Háaleitisbraut úr Ármúlanum. Bara stilla ljósin betur og þá gengur þetta allt betur.

Sammála Önnu, er ekki viss um að hringtorg myndi endilega leysa vandann þarna. Hinsvegar eru þessi ljós skelfilega illa stillt og hanga í margar sekúndur rautt á öllum ljósum við skiptingar sem ergir alla sem fara þarna um, það mikið að það kemur fyrir að maður sjái fólk keyra yfir á rauðu. Ég myndi leggja til að umferðarstýring yrði tekin upp þarna og ljósin skoðuð almennilega m.t.t. að stilla þau betur.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information