Götuhreinsun

Götuhreinsun

Hvað viltu láta gera? Hreinsa og þvo götur og göngustíga reglulega sérstaklega göturennu. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að draga úr svifryksmengun og bæta loftgæði. Þetta virðist vera viðvarandi vandamál í borginni ekki bara í þessu hverfi heldur alls staðar. Borgin er dugleg að sanda og salta á veturna en ekki að hreinsa. Strætó og stærri bílar þyrla upp göturyki og það er óþægilegt að anda þessu að sér. Á góðviðrisdögum er þetta sérstaklega slæmt fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma.

Points

Það er marg sannað að til að minka svifryk þarf að auka þvott á götum og sópun.

Sammála. Mættu lika vera duglegri að slá á sumrin fyrir okkur með ofnæmi. Hér áður fyrr sá hópur ungmenna um þetta á vegum borgarinnar. Nú sér maður eingöngu Garðlist þrisvar á ári með sláttuvél og Hreinsitækni einu sinni til tvisvar á ári með sópinn.

Finnst furðulegt að íbúar þurfi að hafa svona mál sem baráttumál, þetta ætti að vera gert reglulega á hverju ári. Hrein borg, fögur borg

Það er stutt síðan að göturnar voru þrifnar og ógjörningur að þrífa þær almennilega á meðan bílaumferð er eins og hún er. Að auki dugar ekki götuþvottur til að ná fínasta rykinu sem bílarnir mynda. Hvet fólk til að hvetja borgaryfirvöld til að draga úr bílaumferð ef því er raunverulega annt um umhverfið og vill minna svifryk. Það er ekki hægt að kvarta undan skít og vaða svo um allt á drullugum skónum 🚗

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information