Hallgrímskirkja Park

Hallgrímskirkja Park

Hvað viltu láta gera? Breyta öllu rauðlituðu svæði í almenningsgarð Hvers vegna viltu láta gera það? Það er rosalega ljótt eins og er. Hallgrímskirkja er miðpunktur borgarinnar og ætti að vera umkringt fegurð frekar en ljótu malbiki.

Points

Svæðið hefur alla burði til að verða glæsilegur almenningsgarður sem gæti tengt saman listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðustíg og Tækniskólann. Bílastæðaflæmin eru óþarfa bákn, skerðing á ásýnd svæðisins og landsóun sem er barn síns tíma.

Þarna væri hægt að skapa skemmtilega torg stemningu. Passa verður upp á að koma fyrir hávöxnum trjágróðri til að skapa skjól.

Þetta er falleg hugmynd. Síðan má útfæra hana; í raun reisa nokkra glerskála á tveimur eða þremur þessara reita, sem láta lítið yfir sér (vegna kirkjunnar), en þar sem mætti rækta skraut- og nytjajurtir, þar væri hægt að sitja og njóta sólar, þótt næði.

Mér finnst alltaf sérlega óviðeigandi að hægt sé að keyra nánast upp að útveggjum kirkjunnar, á alla vegu, jafnvel þegar athafnir eða viðburðir eru í gangi innandyra. Kirkjan ætti að hafa metnað til að vinna með borginni að fallegu útivistarsvæði/garði umhverfis kirkjuna. Þangað væri hægt að færa viðburði á góðviðrisdögum, þar væri hægt að leita skjóls til að hugleiða í anda þeirrar sáluhjálpar sem kirkjan vill standa fyrir, myndatökur væru frábærar. Burt með bílastæðin, það er nóg af þeim samt.

fólk sem kvartar yfir að bílastæðaleysi sé vandamál verður að hugsa aðeins málið, finnst þér eðlilegt að ámeðan þú ferð niðrí bæ að bíllinn þinn taki 4 fm af plássi? alveg galið, þú þarft ekki að hjóla, getur líka tekið strætó, gengið eða tekið flugvélina, það þarf nú að nýta þennan flugvöll sem þitt "góða fólk" elskar svo mikið.

Er eðlilegt að miðpunktur borgarinnar sé mestmegnis bílastæði. Ekki minnist ég þess að Notre Dame, Rauða Torgið né Westminster séu á kafi í bílastæðum. Hvernig væri að hafa allt svæðið grænt? Einar Jóns væri framlenging af svokölluðum "Miðgarði", Grænaborg og Tæknó umkringt gróðri í stað bílastæða.

Borgin hefur útrýmt stórum hluta gjaldfrjálsra bílastæða í miðbænum sem hefur mikil áhrif á rekstur fyrirtækja, íbúa og gesti þeirra ásamt nemendum Tækniskólans og kennara. Þætti íbúum annarra hverfa eðlilegt að hafa gjaldskyld bílastæði í hverfinu/götunni sinni? Er ekki á móti grænum svæðum en hugsum aðeins út fyrir rammann - það geta ekki allir verið á hjóli.....

Merktu reitirnir eru kirkjulóð að mestu hluta og þ.a.l. er þetta ekki hægt, ekki borgarland.

Til hvers að búa til enn einn garðinn sem Borgin getur ekki hugsað um. Einbeitum okkur að því sem er fyrir og hugsum um það. Þess utan er hluti þessa svæðis á lóð kirkjunar og iðnskólans.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna / valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information