Gera götuna einbreiða í báðar áttir með hjóla- og göngustígum til hliðanna. Planta trjáröð, sem skýlir frá götunni.
Gatan verður mun vistlegri og skjólsælli. Hraði minnkar. Gönguljós þarf að bæta til að koma í veg fyrir fleiri dauðaslys.
Fínt væri að fá hraðann í 40km/klst. Einnig er ábótavant að fá spegla fyrir nokkrar af innakstursgötunum (t.d. Grettisgötu inn á Snorrabraut). Maður mjakar bílnum inn og skyndilega birtist strætisvagn á fullri ferð fyrir framan nefið. Ekki væri vitlaust að breyta eitthverjum gatnamótanna í hringtorg með þeirri hraðaminnkun sem því fylgir og aukna öryggi hliðagatna (Einnig til að snúa við, því það þarf að gera oft á Snorrabrautinni)
Ég vona að verkefnishópur hverfisins færi þessa hugmynd yfir á Betri Reykjavík þar sem hún á heima, samkvæmt núverandi skipulagi. Undirvefir "Betri hverfi" er fyrir smærri verkefni. Heildarpotturinnn er ekki meiri en 20 - 40 milljónir fyrir hvert hverfi / borgarhluta.
Þetta er mjög góð hugmynd sem heimfæra mætti á MJÖG margar götur í Reykjavík.
Já, fjarlægja þessi hræðulegu gerði sem virðast vera sett upp fyrst og fremst fyrir bílstjóra fremur en aðra vegfarendur. Alltaf þótt gerðin frekar auka á hraða og "öryggi" bílstjóra en annara vegfarenda. Burt með gerðin.
Þrengingar og fækkun akreina þarf ekki að kosta mikið, hjólastígar til hliðar, sama malbik, gróðurinn má koma smátt og smátt, í áföngum.
Örugg Snorrabraut
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation