Bílastæði í Hæðargarði

Bílastæði í Hæðargarði

Hvað viltu láta gera? Stækka/breikka götuna frá Réttarholtsvegi inn Hæðargarð. Hægt væri að gera samsvarandi bílastæði og er við Hæðargarð 1-27 eða að taka grasbalann að stokknum og gera bílastæði meðfram stokknum sem liggja í aksturstefnu. Hvers vegna viltu láta gera það? Umferðaröryggi akandi vegfarenda og gangandi vegfarenda. Hér er mikil þrengsli í götunni þar sem íbúar leggja báðu megin og yfir vetrartímann skapast mikið hættuástand þegar snjór og krap myndast.

Points

Er ég eitthvað að misskilja, viltu láta breikka götuna og bæta við bílastæðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda? Væri ekki nær að fjarlægja bílastæðin öðru megin?

Það er nú þegar búið að gera hjólastíg á þessum stað. Eina sem hægt er að gera er að opna Hólmgarð við Rettarholtsveg og létta á umfeð við Hæðargarð/Rettarholtsveg

Hverju hverfi er mikill hagur af því að fá opinberum bifreiðastæðum fækkað - þau laða að mikla bifreiðanotkun sem er bæði mengandi og hættulegt og hefur ekki góð áhrif á fasteignaverð.

Þetta er vond hugmynd fyrir fólk sem býr þarna, þ.e. við þennan enda Hæðargarðs. Að opna götuna betur þýðir að hægt er að aka hraðar í gegn og draga úr öryggi gangandi, m.a. barna sem er á leið í skóla. Við sem þarna búum þurfum á bílastæðunum að halda beggja vegna götunnar (eins og tíðkast annarsstaðar í hverfinu) og þurfum að fylgja börnum og stundum hundum yfir götuna, og bera matvörur inn í hús og fl.. Allt sem hægir á umferðinni þarna er til bóta, líka þrengslin.

Afleit hugmynd. Best væri að loka götunni fyrir miðju hjá leikskólanum Jörfa til að koma í veg fyrir óþarfa gegnum akstur gegnum Hæðargarðinn. Gatan yrði þá bara nýtt af fólki sem þar býr eða sem á þangað erindi og kæmi þá inn í götuna frá Réttarholtsvegi eða Grensásvegi eftir því hvert það er að að fara. Breikkun götunnar er bara til þess fallinn að auka umferð og umferðarhraða gegnum götuna.

Ég ætlaði að leggja til sömu hugmynd. Þarna er mörgum bílum lagt og þröngt að keyra á milli. Á álagstímum stoppar öll umferð þarna og á sama stað eru börn að ganga yfir götuna. Væri hægt að laga á einfaldan hátt með að búa til bílastæði fyrir eigendur og gera liðka fyrir umferðinni.

Það eru engin bílastæði á móti og bílum er lagt alveg á horninu, þrengslin eru þarna útaf bílum sem eru lagðir “ekki á bílastæðum” á móti íbúðarhúsum í hæðargarði. En það væri líklegast best a sekta þá sem leggja bílum sínum þarna. Annars breytir þetta engu þar sem verið er að gera hjólastíg, fólkið vill hafa umferðaröngþveiti, þrengsl og hættu. Fólk er ekkert að fara að losa sig við umfram bíla.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Fjölgun bílastæða er stefnumál sem stöðugt er til umfjöllunar og úrvinnslu. Skipulagsferli hugmyndarinnar er of langt fyrir tímaramma verkefnisins sem gerir hana ótæka fyrir verkefnið. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information