Hvað viltu láta gera? Flestar hraðahindranir eru algjört skaðræði fyrir dempara bíla þar sem þær eru oft með djúpar holur beggja vegna við eða of krappar. Svo virðist vera að enginn staðall sé á hæð og gerð þeirra. Erfitt er að keyra á löglegum hraða yfir flestar hindranir (oft þarf að fara niður í 10km hraða) og við það eykst mengun við að bremsa og taka aftur af stað. Mæli með myndavélum eða ljósastýringu eins og notaðar eru í Portúgal. Með ljósastýringu er hraðinn mældur og færðu rautt ljóst ef keyrt er of hratt en annars helst það grænt og allir sáttir..... Hvers vegna viltu láta gera það?
Í stað hraðahindrana, sem eru skaðræði fyrir undirvagna stætóa, mætti setja sebrabrautir og myndavélar. Einnig ættu menn að skoða það mjög vel, að koma óvarinni umferð úr sama ,,plani" og vélknúnuinni umferð, með undirgöngum sem auðvelt er að setja víðsvegar og kaupa jafnvel forseypt.
besta leiðin til að koma í veg fyrir mengun er að sleppa bílnum, þannig ég er sammála, burt með þessa hraðahindrun og vegin allan! en annars eru þessi rök hjá þér alveg hræðilega slöpp, getur ekki keyrt á löglegum hraða útaf henni, þú veist að 30 skiltið þýðir 30 eða minn en ekki 30 eða meira?
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Lágmarks krafa er að hraðahindranir verði staðlaðar og miðaðar við hámarks hraða viðkomandi götu. Síðan væri athyglisvert að sjá upplýsingar um hve mikilli mengun þær valda í sliti á ökutækum og aukinni eldsneytiseyðslu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation