Hólatorg

Hólatorg

Á skjólgóðum og sólríkum stað við Hólagarð verði útfært torg þar sem íbúar Breiðholts geta tillt sér niður í fallegu umhverfi. Samhliða hönnun torgsins yrði bílastæði og aðkoma endurhönnuð og skapað hlýlegt og vistvænt umhverfi. Hverfakaffihúsið gæti einnig tengst þessu svæði. Við torgið standa nú þegar veitingastaðir og bakarí sem myndu styðja við mannlíf á torginu. Til að fá umræðu í gang um hugmyndina munu 1. árs nemar í Umhverfisskipulagi á Hvanneyri spreyta sig á að hanna svæðið

Points

Alvöru kaffihús vantar sárlega í Efra Breiðholt og væri frábært að fá það við þjónustukjarnann í Hólagarði.

Allir sem unna góðu mannlífi og fögru umhverfi, ættu að styðja þessa hugmynd.

Borgin myndi sína frumkvæði og varpa fram hugmyndum um útfærslur og semja við lóðareigendur um breytta útfærslu á bílastæðum og lóðarmörkum. Hluti af svæðinu er gömul strætóleið sem ekki er nýtt lengur og er í borgarlandi. Með því að endurskoða svæðið í heild sinni, væri hægt að endurhanna bílastæði og aðkomu í heild sinni og fegra þetta óhrjálega svæði þar sem flestir íbúar efra Breiðholts koma reglulega til að versla.

Hólatorg, er rökrétt framhald á að bæta ímynd og umhverfisgæði í Breiðholti

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information