Battavöll við Húsaskóla

Battavöll við Húsaskóla

Hvað viltu láta gera? Setja upp battavöll á skólalóð Húsaskóla Hvers vegna viltu láta gera það? Húsaskóli er eini skolinn í Grafarvogi sem er ekki með battavöll og það er nauðsynlegt fyrir börnin í hverfinu að fá einn á sína skólalóð. Skólalóðin býður svo sannarlega uppá battavöll annað hvort á malbikaða svæðið á efri parti lóðarinnar eða á malbikaða svæðið sem snýr í átt að sundlauginni.

Points

Það er með ólíkindum að það sé ekki ennþá kominn battavöllur við Húsaskóla, yrði frábær viðbót við skólalóðina

Löngu tímabært! Vonandi kemst hún í gegn því það eru ófáir boltar, skór og buxur sem hafa eyðilagst af því að spila fótbolta á malbiki

Mér skilst að það sé battavöllur við allflesta skóla ef ekki alla, nema Húsaskóla. Þetta hefur verið beiðni á hverju ári allavega frá árinu 2012 þegar fyrsta barnið mitt fór í skóla.

Það eru battavellir við flesta skóla á landinu en ekki í Húsaskóla, hvað veldur ? Það er löngu tímabært að það verði settur battavöllur við Húsaskóla fyrir börnin í hverfinu.

Löngu tímabært. Féllust smá hendur að sjá flottu nýbyggðu skólalóðina við Dalskóla - aðstöðu og aðbúnaði ansi misskipt milli skóla

Frábær hugmynd. Styð þetta heilshugar

Löngu tímabært og alltaf nefnt þegar kemur að kosningu í hvað á að gera í hverfinu.

Þessi hugmynd kom i fyrra og er buið að biðja um battavöll við Húsaskóla i ansi mörg ár.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Hugmyndin þín snýr að vinnu sem þegar er áformuð á næstu misserum og er þ.a.l. í öðru ferli. Hún er því ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd.

Frábær hugmynd sem myndi nýtast krökkunum í hverfinu vel.

Frábær viðbót við frábæran skóla.

Jafnræðisrök mæla með því að Húsaskóli fái battavöll líkt og aðrir grunnskólar Grafarvogs.

Löngu komin tími á battavöll við Húsaskóla eins og er við alla aðra skóla

Frá því að ég flutti í húsahverfið 2014 hefur verið kvartað yfir skólalóðinni og sér í lagi boltavöllunum sem eru malbikaðir og holóttir. Í vetur hefur mikið reynt á vellina, þar sem þeir hafa verið notaðir í kennslu í Covid. Vellirnir eru hættulegir eins og þeir eru enda hafa strákarnir mínir komið slasaðir heim úr leikfimitímum eftir að hafa misstigið sig illa oftar en einu sinni. Það er gríðarleg þörf á úrbótum þarna sem upphitaðir battavellir myndu bæta úr.

Löngu löngu komin tími á þetta!

Mjög mikilvægt!

Löngu orðið tímabært að Húsaskóli fái battavöll eins og langflestir skólar borgarinnar/landsins eru með!

Það vantar algerlega að krakkarnir í þessu hverfi fá battavöll og löngu kominn tími á einn slíkan

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information